Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 14
Ungmennabúðirnar
verða sífellt vinsælli
Birgir Marinósson
Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur
starfrækt ungmennabúðir árum saman,
og síðustu þrjú árin hefur Birgir Mar-
inósson stjórnað þeim.
f sumar voru haldin tvö námskeið í
ungmennabúðum UMSE, og við hittum
Birgi, þegar hann var að koma frá því
að slíta seinna námskeiðinu.
— Hvað eru þetta löng námskeið, og
hvernig er þátttakan?
— Þetta eru 8 daga námskeið. Á
fyrra námskeiðinu voru 45 unglingar á
aldrinum 12—14 ára, en á því seinna
46 börn á aldrinum 8—11 ára. Aðsókn-
in hefur verið mjög góð og vaxandi, en
við teljum að hóparnir megi ekki vera
stærri en þetta í einu svo að hver og
einn fái að njóta sín sem bezt.
— Og hver eru viðfangsefnin í ung-
mennabúðunum?
— Á daginn eru fyrst og fremst
kenndar og æfðar íþróttir: frjálsar
íþróttir, knattleikir og sund. Þá er einn-
ig veitt tilsögn í hjálp í viðlögum og
Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn kennir
umferðareglur, m. a. með myndasýning-
um. Á hverju kvöldi eru svo kvöldvök-
ur, og við leggjum áherzlu á að bömin
sjái sjálf um dagskráratriðin, og þetta
hefur gefizt mjög vel. Við leggjum mik-
ið upp úr söng, og söngurinn hjálpar
á öllum sviðum.
— Hvaðan koma þátttakendurnir?
— Þeir koma úr ýmsum sveitum hér-
aðsins, og það er áberandi að stöðugt
vex þátttakan úr þeim hreppum sem
senda flesta unglinga. Þessi starfsemi
mælist vel fyrir í sveitunum og fær já-
kvæðar undirtektir bæði hjá foreldrum
og börnunum sjálfum.
— Hvers virði er þessi starfsemi fyr-
ir félagsstarfið?
— Það er erfitt að ineta það, en hún
er tvímælalaust mikils virði. Það er mik-
ilvægt að börn og unglingar komist
snemma í kynni við íþróttir og frjálst
félagsstarf, og þótt margir heltist svo úr
14
SKINFAXI