Skinfaxi - 01.06.1972, Blaðsíða 19
Guðmundur Þórarinsson:
LYFTINGATÆKI
OG NOTKUN ÞEIRRA
Seinni hluti
Fyrri hluti þessarar greinar birtist í 1. hefti blaðsins á þessu ári
Framkvæmd æfinganna.
Sá, sem æfir með lvftingatækjum verð-
ur alltaf að vera viss um að sérhver æf-
ing sé ætíð rétt framkvæmd, þannig að
vöðvar, sem eiga að dragast saman, drag-
ist saman að fullu eða öfugt að þeir
verði eins langir og þeir geta lengstir
orðið.
Ef æfingin gerir ráð fyrir að armar séu
teygðir upp, þá verður að rétta olbog-
anna alveg og loka þeim í enda hreyf-
ingarinnar auk þess, sem axlir eru teygð-
ar upp eins og armarnir.
Ef einhver finnur að hann skortir mýkt
í einhvern hluta líkamans, þá skal ekki
reynt að þvinga fram aukna mýkt, held-
ur reyna að láta hana aukast smátt og
smátt.
Hvíldir
Eftir hverja útfærða æfingu skal gert
smá öndunarhlé, en dálítil hvíld er tek-
in eftir hverja lotu.
Þetta kerfi, að auka þyngdirnar með
hverri viðbótarlotu, er mikilvægt því
þannig er hægt að leggja meira erfiði á
vöðvana en eíla áður en þreytan fer að
segja til sín. Þetta kann að virðast ein-
kennileg fullyrðing, en reynslan hefur
sýnt að þyngdimar í 3ju lotu geta verið
töluvert meiri en ella ef vöðvarnir hafa
hitnað nógu rækilega í fyrri lotunum með
léttari þyngdirnar.
Þegar hvílt er milli lota, verða allir að
gæta þess vel að láta sig ekki kólna, Þeir
verða að halda sér vel heitum með létt-
um hreyfingum, teygjuæfingum og
göngu um salinn.
SKINFAXI
19