Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 5
Merk nýjung í félagsmálum: N ámskeið fyrir félagsleiðtoga Dagana 26.—29. október var haldið að Leirárskóla í Borgarfirði námskeið fyrir félagsleiðtoga, hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Víðtækt samstarf tókst milli Æskulýðs- ráðs ríkisins (ÆRR), UMFÍ og ÍSÍ um undirbúning og framgang þessa máls, og stóðu þessir aðilar sameiginlega að nám- skeiðinu með fjárhagsstuðningi ÆRR og margvíslegum stuðningi menntamála- ráðuneytisins. Framkvæmdastjóri nám- skeiðisins var Reynir Karlsson æskulýðs- fulltrúi rikisins, og mæddi allur undir- búningur mest á honum. Fræðslunefndir ÆRR, UMFÍ og ÍSÍ héldu með sér nokkra fundi um þessi mál og kusu að sjálfsögðu að hafa samráð um öflun og gerð námsefnis, sem hentað gæti al- mennri félagsleiðtogamenntun. í undirbúningnum bjó UMFÍ að góðri reynslu af rekstri félagsmálaskóla UMFI og námskeiði UMFÍ s. I. vor fyrir stjóm- endur ungmennabúða. ÆRR gerði það strax að einu meginmáli sínu að vinna að leiðtogaþjálfun meðal æskulýðshreyf- inga í landinu og lióf undirbúning þessa námskeiðis á fyrra ári. Tveir meginþættir. Það kom fljótlega í Ijós á viðræðu- fundum framangreindra aðila, að í því fræðslukerfi, sem hentaði UMFÍ og ISÍ, þyrfti að skipta fræðslunni í tvo megin- hluta, þ. e. menntun fyrir félagsleiðtoga annars vegar og íþróttaleiðbeinendur hins vegar. Það varð svo að samkomulagi að ÆRR og UMFÍ ynnu að gerð náms- efnis fyrir skólun félagsleiðtoga. Það er þessi hluti fræðslustarfsins, sem tekinn var fyrir námskeiðinu að Leirá. Náms- efni fyrir skólun íþróttaleiðbeinenda eiga SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.