Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 6
ÍSÍ og íþróttafulltrúi ríkisins að sjá um í samráði við UMFI, og er þess að vænta, að tekið verði til við það starf nú, þegar hinn hlutinn hefur farið svo vel af stað. Gott fræðsluefni. Fullyrða má að vel hafi tekizt til um öflun fræðsluefnis fyrir félagsleiðtoga- námskeiðið. Námsefnið fyllti tvær möpp- ur, og fræðslukaflarnir, sem búið er að vinna og lagðir voru fram á námskeið- inu heita: 1. Tilhögun náms, 2. Félög, 3. Félagsstörf, 4. Áætlanagerð og skiuplag starfseminnar, 5. Stofnun félaga, 6. Sam- komuhald, 7. Fundarstjóm og fundar- sköp, 8. Ræðumennska, 9. Æskan og íþróttir, 10. Heilbrigt líf, 11. Foringinn, forystuhæfileikar. í möppu II eru þessir þættir: 1. Starf ritara, 2. Starf gjaldkera, 3. Undirbúningur sérstakra verkefna, 4. Kynningarstarf, 5. Lög og reglugerðir er varða ungt fólk, 6. Samstarf félaga við heimili og skóla, 7. Ferðalög og farar- stjóm, 8. Frumatriði í skyndihjálp, 9. Námskeiðshald, 10. Félagsheimili. Fræðsluefni það, sem lagt var fram á námskeiðinu, var ýmist þýtt eða frum- Þátttakendur i félagsleiðtoganámskeiðinu að Leirá. samið af undirbúningsaðilum. Þýdda efnið er að meginhluta úr grunnskóla norska íþróttasambandsins, en nokkuð frá danska íþróttasambandinu. 13 þættir af 21 voru gerðir hér á landi. Góð þátttaka. Félagsleiðtoganámskeiðið að Leirár- skóla sátu 45 þátttakendur, stjórnendur, gestir og verðandi leiðbeinendur í félags- leiðtogaþjálfun. Gestir voru Orlygur Geirsson, form. ÆRR og þrír af forystu- mönnum fræðslumála noska íþróttasam- bandsins, þeir Oddvin Lundanes, fram- kvæmdastjóri norsku ungmennafélag- anna og formaður æskulýðsráðs Noregs, Bjarne Yngsöy, skrifstofustjóri norska í- þróttasambandsins og Caspar Övre, for- maður fræðslunefndar norska íþróttasam- bandsins. Norsku gestimir fluttu fróðleg erindi með myndskýringum um uppbygg- ingu fræðslustarfs af þessu tagi í Noregi. Vel heppnað. Námskeiðið þótti takast mjög vel, og var aðstaða öll í Leirárskóla og viður- gjörningur til sóma. Að loknu þessu námskeiði hafa 42 félagsmálamenn öðl- ast rétt og viðurkenningu ÆRR til með- ferðar á áðurnefndu fræðsluefni og geta því veitt forstöðu félagsmálanámskeiðum í sínum heimahéruðum og kennt þar. Þessir nýju félagsmálaleiðbeinendur eru víðsvegar af landinu. 19 eru frá UMFÍ og aðiklarsamböndum þess, 8 frá ÍSÍ og íþróttabandalögum kaupstaðanna og 15 frá öðrum æskulýðssamtökum. Ætlunin er að nota fræðsluefni þetta í tilraunaskyni næstu tvö árin, en þá verður það endurskoðað að fenginni reynslu og búið til prentunar. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.