Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 11
Sigurður Geirdal: LEIKRITASAFN Leikritasafn UMFf nýtur vaxandi vinsælda Nú hefur starfsemi Leikritasafns UMFÍ tvo vetur að baki. Það hefur verið á- nægjulegt að vinna að þessum þætti í starfsemi UMFÍ enda hefur leikþáttun- um verið afar vel tekið og hafa þeir víða bætt úr brýnni þörf, bæði hjá félögum og skólum, um það bera vingjarnleg þakkabréf til skrifstofunnar vitni. Leikritamappa I er nú fullskipuð og eru í henni 60 leikþættir, Mappa II fylg- ir í kjölfarið og mun hún innihalda, auk leikþátta, margskonar leiki og önnur at- riði sem líkleg eru til þess að lífga uppá kvöldvökur og skemmtanir, einnig er ætlunin að þar verði sett upp nokkur dæmi um uppsteningu og framkvæmd skemmtikvölda. Þeir aðilar sem leikritasafnið eiga og njóta þjónustu okkar varðandi kvöld- vökuefni, eru nú rúmlega 150 og fer fjölgandi með hverjum degi sem líður, einkum hafa barna- og unglingaskólarnir í landinu verið duglegir við að notfæra sér þetta efni. Helzta vandamál safnsins í dag er að hafa uppá höfundum þáttanna og má raunar segja að það sé í mörgum til- fellum óleysanlegt verk, enda vita þeir sem senda okkur þættina þá lítil deili á þeim, önnur en þau að þátturinn var einhverntíman notaður á kvöldvöku í fé- laginu e. t. v. fyrir mörgum árum, ein- hverjir þýddu þáttinn eða sömdu, þessir aðilar eru svo e. t. v. farnir úr félaginu (skólanum) o. s. frv. Við verðum því að biðja alla sem senda okkur efni að geta um höfunda sé þess nokkur kostur. Þetta hefur svo það í för með sér að hugsanlegt er að við neyðumst til að aft- urkalla einhverja þætti, ef í ljós kemur að einhver aðili hefur einkarétt á útgáfu þeirra, eða ef ekki semst við höfund um að fá að nota þátt sem sendur hefur verið út áður en höfundur fannst. Fari svo þá munum við að sjálfsögðu senda aðra þætti i staðinn. Við vonumst þó eindregið til þess að hjá slíku verði komizt og leikritasafnið haldi áfram að vaxa og dafna, því það er sannfæring okkar, sem að safninu stöndum, að við séum að vinna þarft verk. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.