Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 20
MINNING JOHANNES ÚR KÖTLUM Jóhannes skáld úr Kötlum, einn af svipmestu ungmennafélögunum frá fyrri árum, lézt 11. maí sl. Á yngri árum var Jóhannes einn ötulasti baráttumaðurinn í forystusveit ungmennafélaganna. Þær hugsjónir sem Jóhannes tileinkaði sér í ungmennafélagshreyfingunni hafa óneit- anlega sett talverðan svip á ljóðagerð hans. Eftir að hann hætti störfum í hreyf- ingunni hélt hann áfram baráttunni fyrir þjóðfélagslegum umbótum allt til hinztu stundar. llík ættjarðarást, mannúð og á- deila á þjóðfélagslegt óréttlæti og styrj- aldir eru sterkir þættir í kvæðum hans. Sem listamaður var Jóhannes óvenjulega vakandi og frjór í hugsun. Alla listævi hans eru ljóð hans í stöðugri þróun og endurnýjun, ekki sízt eftir að hann er kominn yfir miðjan ahnanaksaldurinn. Alltaf er hann að hlusta á raddir sam- tímans og freskleiki og endursköpun list- forms og túlkunar er honum bæði nauð- Fulltrúar á sambands- þingi UMFÍ 1929. Jó- hannes úr Kötlum er fremst fyrir miðju í Ijósum fötum, og við hlið hans Færeyingur- inn Simun av Skarði, þá Guðmundur frá Mosdal og Aðalsteinn Sigmundsson. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.