Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 15
hús þarna. Það hefur mikla þýðingu að eiga aðgang að slíkum stað til að æfa íþróttahópa, ekki bara fyrir íþróttaæf- ingarnar heldur líka til að bæta og auka félagsandann. — Eru fá íþróttahús á UMSK-svæð- inu? — Það er stórt íþróttahús í Kópavogi og annað stórt með áhorfendasvæðum á Seltjarnamesi. í Garðahreppi er svo byrj- að á smíði nýs húss, sem verður með á- horfendasvæðum, og það sem meira er, þar verður líka aðstaða til félagsstarf- semi fyrir þá sem æfa. Fólk getur setzt niður á vistlegum stað í húsinu eftir æf- ingar og rætt sameinginlegt áhugamál. Þessi hús, sem eru á svæðinu, eru of fá, og ekki hægt að fá inni með okkar mót í þeim nema í æfingatímum félaganna. — En íþróttavellir? — Á svæðinu eru enn engir vellir nema lélegir malarvellir. En nú er vand- aður völlur í byggingu í Kópavogi, og malarvöllurinn að Varmá verður líka fullkominn frjálsíþróttavöllur með 400 m. hlaupabraut. — Er félagsáhugi ríkjandi hjá ykkur? — Ekki nógu mikill, en við höfum síðastliðið ár sinnt félagsmálunum meir en áður hefur verið gert. Félagsmála- námskeið var haldið á vegum Félags- málaskóla UMFI og Ungmennafélags Aftureldingar síðast liðinn vetur og tókst mjög vel. Framkvæmdastjóri okk- ar, Guðmundur Gíslason, sótti félags- leiðtoganámskeiðið að Leirá. Það er ó- hætt að segja að áhugi er mjög að auk- ast á þessum málum, og nú hafa þrjú félög í UMSK óskað eftir félagsmála- námskeiðum á næstunni. Það er líka mikil nauðsyn að efla félagsmálin og Frá fyrsta héraðsmóti IJMSK i borðtennis. Það er hinn kunni knattspyrnumaður Guð- mundur Þórðarson sem reiðir spaðann. þjálfun fólks í þeim, því víða er skortur á fólki til virkra félagsstarfa og forystu í félögum. Við erum núna að leita hóf- anna um samvinnu við skólana á félags- svæðinu um félagsmálafræðslu og höf- um fengið mjög góðar undirtektir, SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.