Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 9
nefndin skipaði stjórn Ufm. Sindra í heild sem æskulýðsráð í þorpinu, og veitti 100 þúsund krónur til framkvæmda til vors. — Og hvað hyggist þið gera? — Það er reyndar ekki nema vika síðan þessi ákvörðun var tekin. En við byrjuðum strax og höfum „opið hús“ fyr- ir unglingana, þar sem rætt var við þá og þeim kynnt ýmis áform. Ljósmynda- klúbbur verður efldur, og líka skák- klúbbur, sem starfað hefur á veturna á vegum ungmennafélagsins. Þá ætlum við að koma á borðtennisæfingum a. m. k. einu sinni í viku, og margt fleira er í at- hugun. Við erum ákveðnir í að reyna að skipuleggja starfið frá grunni og veita börnum og unglingum eins fjölbreyttan starfsvettvtng og mögulegt er. I þessum tilgangi hefur einmitt námskeiðið á Leir- á gefið mér gott vegarnesti og styrk til að byggja upp þessa starfsemi og kemur líka að góðu gagni við skólastarfið. íþróttastarf USÚ. — Nú ert þú þjálfari hjá Ungmenna- sambandinu Úlfljóti á sumrin. Hvemig er íþróttastarfið þar? — Það mætti vera betra og almenn- ari þátttaka, og það er of einhliða bund- Lyftingar eru mikilvæg undirstöðuþjálfun. XJngir Hafnarbúar að stæla kraftana. Eldri sem yngri stunda körfuknattleik á Höfn. Þetta eru old boys, sem urðu að láta í minni pokann fyrir valkyrjunum, þrátt fyrir snarpa vörn. ið við frjálsar íþróttir. Knattspyrna er samt talsvert iðkuð á Höfn og allmikill golfáhugi er þar líka. Við höfum lengi haft samskipti við UIA í frjálsum íþrótt- um, og í sumar átti árleg keppni héraðs- sambandanna að vera í Mánagarði í Nesjum. Við höfðum undirbúið þama tveggja daga mót með íþróttakeppni og ýmsum öðmm dagskrárliðum, en þegar við vorum mætt til leiks á vellinum, kom tilkynning frá Austfirðingunum þess efnis að þeir gætu ekki komið. Þetta fannst okkur mjög miður, en auðvitað liéldum við mótið með okkar fólki og öllum dag- skrárliðum, og það heppnaðist vel. Fleiri íþróttagreinar. — Em horfur á að fjölbreytnin í í- þróttum aukist? — Já, ég held að það muni takast um SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.