Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1972, Page 19

Skinfaxi - 01.08.1972, Page 19
 J j - Jwbw 1 1 MslÍKvti Mray ^ .SKí' - Hópur keppenda sem tók þátt í borðtennis móti UMSK. Umf. Stjarnan, Garðahreppi 1960 íþróttafél. Grótta, Seltjarnarneshr. 1967 Handknattleiksfél. Kópavogs, Kópv. 1970 íþróttafél. Gerpla, Kópavogi 1971 Starfsemi innan sambandsins hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og hefur það kallað á fastan starfskraft til að annast málefni þess. Ilefur nú í fyrsta skipti verið ráðinn starfsmaður allt árið um kring, einnig hefur sambandið kom- ið sér upp skrifstofu að Klapparstíg 16 í Reykjavík. Framkvæmdastjóri UMSK er Guðmundur Gíslason, en stjóm UMSK skipa: Sigurður Skarphéðinsson, form., Stein- ar Lúðvíksson, Þórhallur Þórhallsson, Guðmundur Gíslason, Einar Gunnlaugs- son, Ólafur Friðriksson, Sveinbjörn Guð- mundsson og Þorvarður A. Eiríksson. Minjapeningur U M S K í tilefni af 50 ára afmæli Ungmenna- sambands Kjalarnesþings hefur verið gerður minnjapeningur úr silfri og eir. Er peningurinn seldur til ágóða fyrir starfsemi samtakanna, sem fer hraðvax- andi bæði á félagslegu og íþróttalegu sviði. Peningurinn er teiknaður á auglýsinga- stofu Kristinar. Er áletrun annars vegar, en á bakhlið er einfalt og algilt tákn fyrir leiki, „knöttur". Smíði peningsins annaðist Þorgrimur Á. Jónsson gullsmið- ur. Er hann 33 mm. í þvermál og silfur- peningurinn 22 grömm, en eirpeningur- inn 19,2 grömm. Upplag peningsins er lítið, eða 200 silfurpeningar og 300 eir- peningar. Verð peninganna verður 1500.— kr. fyrir silfurpening og 750.— fyrir eir- pening. Verða peningarnir seldir á skrifstofu UMSK Klapparstíg 16, sími 16016, og hjá aðildarfélögum UMSK, auk þess að hægt verður að fá peninga senda i póstkröfu. Áfmælisrit UMSK Verið er að vinna að stóru afmælisriti UMSK í tilefni 50 ára afmælis sambands- ins. Þetta verður a. m. k. 60 síðna rit, fjölbreytt að efni. 5KINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.