Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 21
Dalamenn við gróðursetningu i Þrastaskógi fyrir tæpum 50 árum. Fremst eru þeir Guð- björn Jakobsson og Jóhannes úr Kötlum. synleg og auðveld í framkvæmd. Vanda- mál nútímans, barátta, þjáning og gleði mannsins í nálægð og fjarlægð, eru hon- um sífellt yrkisefni. Trúin á æskuna, hlutverk hennar og mátt, eru rauður þráður í öllum ljóða- bókum Jóhannesar. Þótt fonnið breytist hjá hinum framsækna listamanni, er trún- aðartraustið og andinn á bak við óbreytt. í ljóðabókinni „Ég læt sem ég sofi“ er m.a. þetta erindi í kvæðinu „Ég hylli — ort um 1930: Ég hylli hiklausa sporið. — Ég hylli æskuna og vorið, Því þar er öll von minnar þjökuðu jarðar og þar er öll framtið míns lands, ástin, trúin, eldurinn, krafturinn og — andi sannleikans. 40 árum síðar kom út síðasta ljóða- bók Jóhannesar, „Ný og nið“. Þar yrkir hann m. a. um hina ungbornu kynslóð á þessa leið í kvæðinu „Óðurinn um oss og böm vor“. Þvi sérhver ný kynslóð verður að frelsa heiminn Með þvi að skapa hann í sinni mynd Og þarna er hún að koma þarna er hún að rísa Einmitt nú og hér er hún að brjótast Út úr þokum og segulstormum óskapnaðarins Finnur sjálfa sig í tóminu Samtengir angistina kvöl hins striðandi lýðs Lyftir ódauðlegum manninum upp úr viðbjóðinum Endurfæðist gerir kraftaverk Breytir helsprengju í lifskjarna Gefur framtíðinni nýtt mál nýja menningu Trúir vonar elskar Gagntekið heilög ofstæki Upptendrað af fögrum voða j arðstj örnunnar Hugsjóninni Skirist blóð hennar í hreinsunareldi morgunsólar ofar lifi og dauða. Skinfaxi og allir ungmennafélagar votta aðstandendum Jóhannesar samúð. Við höfum séð á bak einörðum baráttu- manni, þar sem drenglundin hélzt í hend- ur vil þróttmikla listsköpun. Ungmenna- félagshreyfingunni er það bæði ómetan- legur arfur og líka fyrirheit að hafa átt hann að liðsmanni sínum. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.