Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 18
Stjórn UMSK, frá v.: Júlíus Arnarson ritari, Margrét Bjarnadóttir meðstjómandi, Steinar Lúðviksson varaform., Sigurður Skarphéðins- son formaður, Benóný Pétursson, Guðmundur Gíslas. framkvæmda- stjóri UMSK og J>or- valdur Áki Eiríksson. Afmælið I tilefni af 50 ára afmælinu hefur ver- ið reynt að fitja upp á ýmsum nýjungum í starfinu. Meðal annars hefur UMSK nú hafið útgáfu fréttablaðs til kynning- ar og upplýsinga um starf sambandsins og þá ekki sízt þeirra félaga sem mynda UMSK. Stofnað var til happdrættis til fjáröfl- unar og fengu aðildarfélög 25% sölu- laun. Gafst happdrættið nokkuð vel og styrkti starfsemina ríkulega. í vetur var boðað til kynningarfundar með stjórnum félaganna og fluttu þar m. a. erindi Hafsteinn Þorvaldsson for- maður UMFÍ, Reynir Karlsson æskulýðs- fulltrúi ríkisins og Sig. Geirdal framkv. stj. UMFÍ. Lögð hefur verið áherzla á að halda afmælismót í flestum greinum íþrótta, sem lögð er stund á. Ljóst er að sífellt fjölgar greinum sem stundaðar eru inn- an sambandsins og má þar meðal ann- ars nefna, að í vor var fyrsta badminton- mót UMSK haldið og í ráði er að efna til borðtennismóts í haust. Einnig er iðkun fimleika í örum vexti. Fyrirhugað er að gefa út vandað af- mælisrit með sögu sambandsins. Einnig verður reynt að vanda til næsta sam- bandsþings, sem verður 50. ársþing sam- bandsins. UMSK er samtök ungmenna- og íþróttafélaga norðan Hafnarfjarðar að Hvalfjarðarbotni að undanskilinni Reykjavík. í UMSK eru nú 9 íþróttafé- lög með um 2000 félaga alls. Stofnað Umf. Afturelding, Mosfellssv. 1909 Umf. Drengur, Kjósarhreppi 1915 Umf. Bessastaðahr., Bessastaðahr. 1929 Umf. Kjalnesinga, Kjalarnesi 1938 Umf. Breiðablik, Kópavogi 1950 Guðbjörn Guðmundsson fyrsti formaður UMSK. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.