Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 8
Stjórn ungmennafélagsins æskulýðsráð sveitarfélagsins Rœtt við SIGVALDA INGIMUNDARSON Við fréttum nýlega að sveitarstjómin á Höfn í Homafiri hefði falið stjórn ungmennafélagsins á staðnum, Umf. Sindra, að starfa jafnframt sem æskulýðs- ráð hreppsins. Um sama leyti gafst okk- ur tækifæri til að hitta að máli Sigvalda Ingimundarson kennara, formann Umf. Sindra, er hann var að koma af nám- Þetta eru „Valkyrjurnar", körfuknattleikslið kvenna, sem sigraði old boys lið karlanna á íþróttahátið á Höfn i fyrra. skeiði félagsmálaleiðtoga að Leirá, og við inntum hann eftir fréttum að austan. — Upphaf málsins má kannski rekja til kröfugöngu unglinga úr unglingaskól- anum, sem þau fóru s. 1. vetur á Höfn, sagði Sigvaldi. Þau kröfðust þess að fá aðstöðu til æskulýðsstarfs og athvarf annars staðar en í sjoppunum til að verja tómstundunum. Þetta var réttlætismál og góður hugur að baki, og það má segja að stjórn ungmennafélagsins tæki upp þráð- inn í vor, en þá skrifaði hún hreppsnefnd- inni bréf og óskaði eftir fundi með henni til að ræða og samræma sjónarmið aðila um æskulýðsmálin. Þessu var vel tekið, fundurinn haldinn og málið rætt á já- kvæðan hátt, en því miður varð ekkert úr framkvæmdum strax. Skriður á málið. 1 haust gerðist það svo að Arni Stef- ánsson skólastjóri boðaði til fundar með þessum sömu aðilum og minnti á fyrri loforð sveitaryfirvalda um úrbætur á tómstundaaðstöðu barna og unglinga. Það var á þessum fundi sem hrepps- 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.