Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Síða 17

Skinfaxi - 01.08.1972, Síða 17
þetta verður malar-knattspymuvöllur. Við hlið vallarins er svo stór grasflöt. Jón Guðmundsson oddviti á Reykjum hefur manna lengst barizt fyrir því að komið yrði upp fullkomnu landsmóts- svæði að Varmá, og lýsti hann á fund- inum yfir ánægju sinni yfir því að nú væri sá draumur að rætast. Hrólfur Ingólfsson sveitarstjóri skýrði frá því að hreppurinn hefði lagt fram 600 þus. kr. til hinnar nýju vallargerðar. Á þessum stað er vönduð sundlaug og skólamann- virki auk félagsheimilisins Hlégarðs, og hlýtur að koma að því áður en langt um líður að landsmót UMFÍ verði haldið á þessum stað. íþróttamiðstöðin UMSK í samvinnu við Aftureldingu í Mosfellssveit hefur nú í fyrsta skipti hafið rekstur íþróttamiðstöðvar að Varmá í Mosfellssveit. Starfsemi stöðv- arinnar er tvenns konar: Annars vegar æfingabúðir, þar sem stöðin er leigð íþróttahópum í skemmri eða lengri tíma. Hins vegar eru ungmennabúðir, þar sem tveir íþróttakennarar taka 25—30 börn til dvalar og kenna þeim íþróttir og ýmsar umgengnisvenjur. Voru haldin sex námskeið í sumar fyrir böm á aldrinum 8 til 14 ára. Hugmyndin að rekstri íþróttamið- stöðvar kviknaði vegna skort á æfinga- aðstöðu aðildarfélaganna og til að full- nægja félagsþörf unglinga í þéttbýlinu. Hafa ráðamenn Mosfellshrepps sýnt þessu máli mikinn skilning og gert hug- myndina framkvæmanlega með því að leigja heimavist Gagnfræðaskólans að Varmá til rekstursins. Frá sumarbúðum UMSK að Varmá s. 1. sum- ar. Kátir krakkar keppast um að komast sem fyrst í sundlaugina.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.