Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1972, Blaðsíða 7
Illuti námsskeiðis manna, önnum kafinn. í ræðustól er Guð- mundur Gíslason, en til hliðar við hann má sjá Guðmund Guð- mundsson, Sigurö R. Guðmundsson, Sigurð Geirdal og Hafstein Þorvaldsson. Formaður ÆRR gat þess, að nú yrði tekið á móti umsóknum um heimild til að halda félagsmálanámskeið, og þarf kostnaðaráætlun að fylgja umsókninni. Akveðið væri í framhaldi af þessu að leyfa nú þrjú eins konar tilraunanám- skeið með námsefnið, eitt í þéttbýh (kvöldnámskeið), eitt helgarnámskeið í dreifbýli og eitt fyrir starfandi kennara í hinu almenna skólakerfi. Var mikill hugur í þátttakendum að taka til óspilltra mála við félagsmála- þjálfunina. Þótti mikill fengur að nám- skeiðinu og því efni, sem þar kom fram, en tilfinnanlegur skortur hefur verið á handhægu fræðsluefni til félagsmála- kennslu. Ljóst er að mikið á eftir að endurbæta þetta efni og auka við það, einkum myndaefni af ýmsu tagi.. Góður félagsandi. Ágætur félagsandi ríkti á námskeiðinu, sem auk alls annars varð til þess að auka mjög kynni og samstarf forystumanna í félagsmálum víðs vegar um land. Vinnu- andinn var glaðvær og áhugasamur og kom glöggt fram í ötulu hópstarfi þátt- takenda, blaðaútgáfu, félagsstofnun og baráttu rétt kjörinnar stjórnar við niður- rifsöflin. Margs konar félagsleg atriði voru sett á svið í ,,verklegu námi“. Fé- lagsfundurinn í „Leirgerði", en svo hét félagið sem stofnað var, mun lengi minn- isstæður þeim, er hann sátu, einkum fyrir ræðusnilld ýmissa þátttakenda og æðruleysi formanns félagsins, sem aldrei bifaðist þrátt fyrir harða ádrepu her- skárra félagsmanna. Söngur var í hávegum hafður meðan námskeiðið stóð, og að því loknu gátu þátttakendur fengið á segulbandsspólum þá kvöldvökusöngva, sem þeir höfðu æft og sungið. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.