Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 11
og skýrði hann jafnframt frá starfsemi og sögu búsins og svaraði hinum fjölmörgu spurningum gestanna. Áður en haldið var frá M.F. þágu gestirnir veitingar sem jafnframt voru sýnishorn af hinni fjcil- þættu framleiðslu M.F. Næst var komið að Skálholti, þar sem séra Heimir Steinsson ræddi við hópinn og síðan ekið að Gullfossi og Geysi. Veður var heldur óhagstætt bæði við Gullfoss og hverina og fóru menn lítt ur bílnum, en þó gafst okkur tækifæri til að hitta hinn aldna heiðursmann í Haukadal og spjallaði hann um stund við hópinn, og var gerður góður rómur að máli hans og boðskap. Næsti áningarstaður var Hveragerði, en jiar biðu okkar hjónin Karen og Hjalti Gestsson, sem buðu upp á ágæt- ar veitingar í nafni Búnaðarsambands Suðurlands. Dagurinn endaði svo með kvöldverðarboði að Hótel Sögu, sem Agnar Tiyggvason stjórnaði fyrir hönd Búvörudeildar SÍS. Það er kannski erfitt fyrir okkur sem Eskil Nilsson frá Svíþjóð Agnar Tryggvason að ráðstefnunni stóðum að leggja dóm á framgang hennar og árangur, en við vonum að vel hafi tekist til. Gestirnir luku lofsorði á skipulagningu og fram- kvæmd og aðstöðu alla í Leirárskóla. Þeir hafa einnig beðið mig að koma á fram- færi þakklæti sínu til allra þeirra sem tóku á móti hópnum á hinum ýmsu stöð- um af velvild og rausn. Þakklæti UMFI til sömu aðila vil ég einnig koma á fram- færi hér, án hjálpar þeirra gæti UMFI ekki staðið að móttöku erlendra gesta- hópa á þann liátt sem gert hefur verið til þessa. Ef til vill velta einhverjir því fyrir sér, hvernig jafnfjárvana samtök og UMFI geti rekið á sínum vegum umfangsmikil erlend samskipti og tekið á móti stórum hópum erlendra gesta, en ef til vill er því einfaldast svarað með orðum eins af dönsku fararstjórunum, sem furðaði sig á þessu atriði, en sagði svo: „Við vissum að UMFÍ átti ekki marga sjóði eða gilda, en nú vitum við einnig að UMFI á marga vini.“ Sig. Geirdal. skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.