Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN er tekin af kátum krökkum í ungmenna- búðum UMSK að Varmá s.l. sumar. Mikill fjöldi barna á þess nú orðið kost að dvelja í sumarbúðum ungmennafélaganna víðs vegar um landið, og það er án efa ein- hver hollasta og ódýrasta sumardvöl, sem þau eiga völ á. (Ljósm. GSPj. SEINT Á FERÐ Þetta hefti Skinfaxa er seint á ferð- inni, og veldur þar mestu um langvar- andi verkfall prentara sem skall á þegar búið var að setja blaðið. Verður nú reynt að hraða útkomu næstu hefta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur. Margs konar efni bíður næstu hefta Skinfaxa. FORKEPPNI í KNATTSPYRNU íyrir landsmót UMPÍ á næsta ári á að hefjast snemma í sumar. í aprílmánuði er gert ráð fyrir að dregið verði í riðla. Fjögur lið munu svo komast í firslita- keppnina á næsta landsmóti. ÆSKAN OG LANDBÚNAÐURINN þessu blaði er skýrt frá norrænni ráð- stefnu um viðhorf æskunnar til land- búnaðarstarfa. Ráðstefna þessi var hald- in hér á landi, og annaðist UMFÍ undir- búning og framkvæmd hennar. Þetta er með meiriháttar verkefnum UMFÍ í er- lendum samskiptum, og tókst það mjög vel að allra dómi. Ráðstefnuna sóttu 32 erlendir fulltrúar, og rómuðu þeir mjög skipulagningu og framkvæmd af hálfu UMFÍ. Starfshópur á norrænu ráðstefnunni. Full- trúar frá ýmsum löndum ræða grundvöll landbúnaðar á Norðurlöndum. I 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.