Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 5
Framlag til íþróttasjóðs hækkað úr 5 millj. í 44 milljónir króna Stórefling íþróttasjóðs á síðustu þrem- ur árum er sennilega mesta gjörbrevting til batnaðar sem orðið bcfur á öflun íþróttaaðstöðu hér á landi síðan íþrótta- lögin gengu í gildi árið 1940. Álirifin eru þegar farin að koma í ljós og eiga eftir að sýna sig enn betur á næstu árum. Á tímabilinu 1960—1971 hafði fram- lag ríkisins til íþróttasjóðs verið aðeins 2—5 milljónir króna árlega. En 1972 var framlagið hækkað í 13 milljónir. Árið 1973 var það svo enn hækkað í 25 millj- ónir og á fjárlögum fyrir 1974 í 44 millj- onir. Þessi nýja stefna gjörbreytir aðstöð- unni til íþróttastarfs hér á iandi. Og nú hefur verið tekið upp fast skipulag um að styrkur til samþykktra íþróttamann- virkja verði greiddur að fullu á fjómm arum, en áður urðu menn að bíða eftir styrknum í 6—18 ár. Skuldahali íþróttasjóðs vegna bygg- ingastyrkja til íþróttamannvirkja var orð- inn um 83 milljónir króna árið 1971. i'etta ófremdarástand olli gífurlegum erf- iðleikum og miklum vonbrigðum. Oftast i'eyndu menn að taka bráðabirgðalán meðan beðið var eftir styrknum, og þeg- ar hann Ioksins kom, höfðu vextir og verðbólga í rauninni étið hann upp. Þessari óhugnanlegu skuldabyrði var létt af árið 1973 með sérstökum aðgerð- um þannig að hún þyrfti ekki að torvelda framkvæmdir við íþróttamannvirki í framtíðinni. Skuldaeigendur gáfu eftir um 20% af þessari gömlu skuldaeign, en það sem eftir var — 66,4 milljónir kr. — skyldi greitt með sérstakri fjárveitingu ríkisins á fjórum árum, og verður skulda- bagginn þá að fullu greiddur árið 1976. Samkvæmt fjárlögunum 1974 hefur íþiúttanefnd 5 millj. króna til umráða eingöngu til að byrja á nýjum byggingum íjnóttamannvirkja og rúmlega 5 millj. kr. í kennslustyrki til íþrótta- og ungmenna- félaga og í undirbúningsframkvæmdir við íþróttamannvirki. Mikilvæg breyting á íþróttalögunum Árið 1972 var gerð mikilvæg breyting á íþróttalögunum, sem hefur verulega f járhagslega þýðingu varðandi byggingu íþróttamannvirkja. Kostnaðarhluti í- jrróttasjóðs í byggingu íþróttamannvirkja hafði samkvæmt gömlu ákvæðunum ver- ið óákveðinn, aðeins var tekið fram að styrkurinn mætti nema allt að ákveðinni prósentuupphæð. Nú stendur hins vegar í 9. gr. íþróttalaganna að styrkur íþrótta- sjóðs til íþróttamannvirkja skuli nema 25—40 af hundraði stofnkostnaðar íþróttamannvirkis. Styrkur sjóðsins er skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.