Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 9
Tryggvason frá Búvörudeild SÍS erindi urn efnið, og urðu hinar líflegustu um- ræður um erindið. Laugardagskvöldinu var síðan eytt á kvöldvöku og dansleik í félagsheimilinu Brún í boði skólanna á Hvanneyri og Varmalandi. Kvöldvakan tókst með miklum ágæturn og þar var m.a. á dagskrá íslensk glírna, leikþáttur, kórsöngur og rímnakveðskapur. Á sunnudag hófst dagskráin með því að fjallað var um undirstöðu og grund- völl landbúnaðarins í hverju landanna. Málinu var fylgt úr hlaði með framsögu- ræðum frá hverju landi og síðan fjallað um það í starfshópum sem fyrr og að lokum í almennum umræðum. Þessi vinnutilhögun þótti gefast vel, ná til allra ráðstefnugesta og draga fram hin ýmsu sjónarmið. Framsögu af íslands hálfu hafði Ingi Tryggvason blaðafulltmi Stéttarsambands bænda. Seinni hluta sunnudagsins flutti Guðmundur Sigur- þórsson erindi um stöðu landbúnaðarins í íslensku þjóðfélagi. Erindið var yfirgripsmikið og fróðlegt og spunnust urn það miklar umræður og fyrirspurnir. Er þeim umræðum var lokið flutti Sigurður Geirdal stutt erindi um störf og stefnu Ungmennafélags Islands. Um kvöldið var síðan brugðið á leik og sett upp kvöldýaka þar sem ráðstefnu- gestir lögðu sjálfir til flest skemmtiat- riðin, en auk þeirra sýndi Hafsteinn Þor- valdsson kvikmynd Ásgeirs Long um jarðeldana í Heimaey og vakti hún mikla athygli hinna erlendu gesta. Árdegis á mánudag var farið í heimsókn að Bændaskólanum á Hvanneyri þar sem hlýtt var á erindi Magnúsar Jónssonar skólastjóra um skólann og menntunar- möguleika íslenskra bænda. Hádegis- verður var snæddur í boði skólans, og eiga Hvanneyringar miklar þakkir skyld- ar fyrir þann áhuga og velvild sem þeir sýndu ráðstefnunni. Frá Hvanneyri var síðan haldið í skoðunarferð um Borgar- fjörðinn undir leiðsögu Bjarna Arasonar frá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar. Var Ráðstefnan að störfum í Leirár- skóla. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.