Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 17
Spjótkastarar gleyma því stundum að spjót- ið er oddhvasst í báða enda. veiklun eða „panik“ ná tökum á sér, heldur haga sér eins og eðlilegt er að gera í slíkum tilfellum og koma hinum slasaða fijótt undir læknishendur. Eftir meiðsli getur orðið um langt æf- ingatap að ræða, meðan lækning á sér stað. Þetta er oft hægt að stytta, með því að hefja létt skokk eins fljótt á eftir og hægt er. Blóðstreymi til hinna sköðuðu hkamshluta eykst og lækningin auðveld- ast og verður hraðari. Enn eitt atriði langar mig að ræða, en það er klæðnaður íþróttafólksins. Því miður á það sér oft stað, að verið er í allt of þunnum fötum við æfingar, eða skóm, sem alls ekki eiga við, hvorki æf- inguna eða árstímann, þegar verið er að asfa. Það er oft sagt að fötin og skórnir kosti alltof mikið. Jú, vissulega er þetta allt orðið ótrúlega dýrt, en er ekki rétt- ara að kosta örlitlu meira til, kaupa rétt- an og nægan fatnað, og geta þess vegna notið æfinga sinna án þess að eiga á hættu meiðsli og ótalin óþægindi þeirra Vegna. Þegar æft er á hörðu er nauðsynlegt að eiga skó með þvkkum sólum, sem deyfa vel höggið þegar hællinn kemur niður, en þau högg eru talin vera veigamesta Varnaðarorð orsökin til hinna tíðu beinhimnubólgu, sem hrjáir íþróttamenn okkar og konur. Eg ætla svo að ljúka þessum orðum með því að setja hér fram áskoranir til allra leiðbeinenda og stjórnenda íþrótta- æfinga: Stjórnandi æfingar skal sjá um að: 1. Æfingasvæðið sé hættulaust til æf- inga, eða merkja mjög vel þá staði þess, þar sem sérstakrar aðgætni er þörf, eða loka hluta svæðisins. 2. Kenna öllum æfendum sínum örvgg- isreglur íþróttarinnar. 3. Ganga ríkt eftir að upphitun, góð og skipuleg, eigi sér stað í byrjun æf- ingatímans. 4. Raða æfendunum þannig um svæðið, að einum stafi ekki hætta af öðrum. 5. Kynna sér vel alla meðferð á meiðsl- um, og hvar sé læknis að leita. 6. Að kenna æfendunum að taka tillit hver til annars. G. Þór. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.