Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 13
Tímabært að reisa héraðsíþróttahús Valdimar J. Guðmannsson. — Það hefur verið nohkur lægð á íþróttasviðinu hjá okkur síðustu árin, en núna er nýtt fólk að ikoma til sögunnar, og þetta getur breyst til batnaðar fyrr en varir, sagði Austur-Húnvetningurinn Valdimar Jón Guðmannss., er við hittum hann um miðjan febrúar. Valdimar er formaður íþróttanefndar USAH, og hann er ákveðinn þeirrar skoðunar, að ungl- ingarnir í héraðinu eigi eftir að stór- efla bæði íþrótta- og félagslífið. Áhuginn og starfsviljinn væri fyrst og fremst hjá þeim. íþróttanefndin hefur nú undirbúið og skipulagt keppni í körfuknattleik og handbolta milli skólaliða í liéraðinu, en a veturna eru íþróttaæfingar fyrst og fremst í skólunum. Valdimar sagði að brýnasta baráttu- málið núna væri bygging stórs og vand- aðs héraðsíþróttahúss, sem gæti verið miðstöð inniíþrótta og vetraræfinga. Núna væri tækifærið og rétti tíminn að hefjast handa eftir að íþróttasjóður hefði verið efldur. Þess má geta að nokkrir einstaklingar á Blönduósi og nágrenni hafa pantað sér lyftingatæki af fullkomn- inni gerð og ætla að hef ja æfingar í þeirri grein. S.l. sumar störfuðu tveir íþróttakenn- arar á sambandssvæði Ungmennasam- bands Austur-Húnavatnssýslu, þeir Emil Björnsson og Karl Lúðvíksson. Emil kenndi knattspyrnu en Karl frjálsar íþróttir. Æfingar voru fyrst og fremst í þorpunum, Blönduósi og Skagaströnd. Við spurðum Valdimar Jón um félags- lífið í héraðinu. Hann kvað það stundum hafa verið líflegra en núna síðustu árin. Áhugi fyrir félagsstarfsemi væri þó alltaf fyrir hendi, sérstaklega hjá þeim yngri. Húnavakan væri árleg félagshátíð fyr- ir allt héraðið, og ungmennasambandið ætti heiðurinn af henni. Núna stæði yfir þriggja kvölda spilakeppni þriðja árið í röð. Mikil þörf væri á því að halda fé- lagsmálanámskeið hjá liéraðssamband- inu. Vonandi yrði það gert, enda mennt- aður leiðbeinandi í héraðinu, Magnús Ólafsson fyrrv. form. USAH. Valdimar kvað það skoðun sína að endurskoða ætti félagssvæði ungmenna- félaganna í héraðinu. Aðstæður hefðu breyst mikið síðan þau voru stofnuð. Það væri tvímælalaust félagslegur ávinning- ur að því að sameina sum félögin. Von- andi kæmi gömul lireppapólitík ekki í veg fyrir svo sjálfsagða endurskipulagn- ingu. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.