Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 19
þegar árinu lauk var komið annað undra- barn, einnig frá Ástralíu. Það var Jenny Turrall, sem á heimsmetið í 1500 m skrið- Eundi. Hún er aðeins 13 ára gömul. 1500 m skriffsund 16:56,90 Shane Gould (Ástral.) 11/2 16:54,15 Jo Harshbarger (USA) 9/12 16:49,90 Jennifer Turall (Ástral.) 9/12 16:49,90 Sally Lockyer (Ástral.) 9/12 4x100 m skriðsund 3:52,45 DDR 8/9 (Ender, Hubner, Eife, Eichner) 100 m flugsund 1:03,05 Kornelia Ender (DDR) 14/4 1:02,31 Ender 14/7 200 m flugsund 2:15,45 Rosemarie Kother (DDR) 8/9 2:13,76 Kother 8/9 100 m baksund 1:05,39 Ulrike Richter (DDR) 18/8 1:04,99 Richter 4/9 200 m fjórsund 2:23,01 Kornelia Ender (DDR) 13/4 2:20,51 Andrea Hubner (DDRl 4/9 400 m fjórsund 5:01,10 Angela Franke (DDR) 19/8 4:57,51 Gudrun Wegner (DDR) 6/9 4x100 m fjórsund 4:16,84 DDR 6/9 (Richter, Vogel, Kother, Ender) Héraffsþing UMSK 51. ársþing Ungmennasambands Kjal- arnesþings (UMSK) var haldið 13. jan. 1974 að Félagsgarði i Kjós eða tæpum 2 mánuðum seinna en lög gera ráð fyrir. Ástæðu þess má rekja fyrst og fremst til síaukinna umsvifa á sviði íþrótta og fé- lagsmála. Þingið stóð yfir í 10 klst. Störf þingsins einkenndust af dugnaði virkra fulltrúa og kom það m. a. fram í því að engin mál lágu fyrir á þinginu af hálfu stjórnarinnar en mörg mál voru rædd og margar samþykktir gerðar og flestar í þá átt að auka samskipti félag- anna annars vegar og UMSK og félag- anna hins vegar á sviði íþrótta og félags- mála með sameiginlegum fundum, heim- sóknum, hópferðum og að sjálfsögðu þeim fjölda rnóta sem árlega eru haldin í ýms- um greinum íþrótta á sambandssvæðinu. Sigurður R. Guðmundsson ritari stjórnar UMFÍ, mætti til þingsins sem gestur. Um skeið hefur UMSK haft framkvstj. í fullu starfi, en hætta varð við það seint á árinu 1973 vegna fjárskorts og er það miður, vegna þess mikilvæga hlutverks sem framkvstj. gegnir sambandinu og að- ildarfélögum þess til handa, en von er að úr rætist. Félagatala UMSK er nú á þriðji þúsund. UMSK starfrækir skrif- stofu að Klapparstíg 16, Rvk., og er hún opin frá kl. 17.00 til 19.00 virka daga. Formaður núverandi stjórnar UMSK er Ólafur Oddsson Neðri-Hálsi í Kjós, og varaform. Páll Aðalsteinsson, Bjarkar- holti, Mosfellssveit. Aðrir í stjórn eru: Sólveig Sveina Sveinbjörnsdóttir, Grétar Tryggvason, Magnús Sigurðsson, Þorgeir Ólafsson, Þórður Guðmundsson, Ingvi Guðmundsson og Jónas Jóhannsson. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.