Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 16
eru alls konar tognanir og snúnir liðir. Einfaldast er að vinna gegn þessu með því að gera öllum, sem æfa, þegar í byrj- un grein fyrir þýðingu upphitunarinnar, og síðan að fylgjast með því, að allir hiti vel upp, og ganga stíft eftir því, að eng- inn byrji hina eiginlegu æfingu né keppni nema eftir góða og skipulega upphitun. Ef tognun á sér þó stað, er best að kæla það og vefja síðan með bindi — teygjubindi — vöðvanum eða liðnum til styrktar. Ekki má vefja of fast. Síðan verður íþróttamaðurinn að hvílast nokkra daga, en ef um alvarleg meiðsli er að ræða verður að fara með þau til læknis og það sem fyrst. Það má alls ekki nudda meiðslin eða setja þau undir hita. Slíkt er talin röng meðferð á meiðslunum fyrr en í fyrsta lagi 2 sólarhringum eftir að meiðslin áttu sér stað, og helst á enginn nema kunn- áttumaður að framkvæma slíka meðferð. Næst algengast er að rekja megi til- drög slyssins til óvarkárni í umgengni á íþróttavellinum með eða án áhalda. — Stjórnandinn verður að fylgjast mjög vel með því að æfingar hinna einstöku greina séu ekki staðsettar þannig á vellinum að hætta geti stafað af. Kastarar verða að liafa mjiig gott svæði fyrir æfingar sínar, talsvert stærra en besti maðurinn getur kastað áhaldi sínu lengst, því eftir niður- komuna rúlla og þeytast áhöldin oft mjög langt og eru þá lítið hættuminni en á flugi sínu. Þá verður leiðbeinandinn og stjórnand- inn einnig að sjá svo um að aðrir á vell- inum séu ekki að stytta sér leið vfir kast- svæðið, því slíkt er að bjóða hættunni heim, ég tala nú ekki um þegar íþrótta- fólkið gengur yfir kastsvæðið í áköfum Margar hættur leynast á íþróttavellinum, og íþróttatæki eru vandmeSfarin. samræðum. Hefur slíkt oft leitt til slysa, þótt oftast hafi þetta slampast af á hinn furðulegasta hátt, án þess að alvarleg slys ættu sér stað. Því er það mjög mikilvægt að alltaf öðru hverju sé verið að fylgjast með köst- urunum og að brýna fyrir þeim varkárni við æfingar sínar. Einkanlega hættir spjótkösturum oft til að gleyma því, að spjótið er oddhvasst í báða enda, svo að fullrar aðgæzlu þarf einnig í næsta ná- grenni aftan við kastarann. Komi nú slys fyrir þrátt fyrir alla að- gætni, er besta ráðið að láta ekki tauga- 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.