Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 26
Frá starfi HSÞ 1973 Mikil starfsemi hefur farið fram á vegum Héraðssambands Suður-Þingeyinga á þessu ári. Keppnistímabil frjálsíþróttafólksins hófst með innanhússmóti að Laugum 5. maí, og voru þátttakendur frá 6 félögum. Héraðsmót í karla- og kvennaflokki fór fram 7. og 8. júlí. Þátttakendur voru 51 frá 7 félögum. Plest stig félaga hlaut íf. Völs- ungur á Húsavík, 70 stig. Stigahæstu ein- staklingar voru Jón Benónýsson, Völsungi og Bergþóra Benónýsdóttir frá Eflingu í Reykjadal. Héraðsmót í flokkum meyja, stúlkna, sveina og drengja var haldið 11. og 12. ágúst. Þátttakendur voru 49 frá 5 félögum. íf. Ei- lífur i Mývatnssveit hlaut flest stig, 278, næstir voru Völsungar með 198 stig. Stiga- hæstu einstaklingum á þessu móti voru veittir fagrir bikarar til eignar, en þeir voru: í meyjaflokki Ragna Erlingsdóttir frá Bjarma í Fnjóskadal, í stúlknaflokki Sólveig Jónsdóttir, Eilífi, í sveinaflokki Steinar Tómasson, Eflingu og í drengjaflokki Gunn- ar Bóasson, Eilífi. Einnig er þess að geta, að Bergþóra Benónýsdóttir hlaut bikar til eignar fyrir besta ástundun æfinga. Bikarkeppni unglinga á aldrinum 10 til 15 ára fór fram 26. ágúst. Þátttakendur voru 67 frá 7 félögum. Flest stig hlaut íf. Völs- ungur, 45,5, í öðru sæti varð umf. Bjarmi með 42 stig. Öll þessi mót fóru fram á Laugum. Keppnisferðir frjálsíþróttafólks út úr hér- aðinu voru nokkrar. Má þar nefna þátt- töku HSÞ í 2. deild Bikarkeppni FRÍ á Akur- eyri, en þar sigraði lið HSÞ og ávann sér rétt til keppni í 1. deild. í þeirri keppni, sem fram fór í Reykjavík, mætti HSÞ liðum 5 félaga og ungmennasambanda. Enda þótt HSÞ hafnaði þar í neðsta sæti, eftir tvisýna keppni, má segja að hið unga lið sambands- ins hafi staðið sig vel. Á Norðurlandsmóti, sem haldið var á Sauðárkróki 2. og 3. sept. sigraði HSÞ þriðja árið í röð og vann þar með til eignar fagra styttu, sem keppt var um. Á Boðsmóti FRÍ átti HSÞ rétt á að senda 8 keppendur. 5 þeirra mættu til keppni og stóðu sig með ágætum. Árleg keppni milli HSÞ og UMSE fór fram að Laugalandi í Eyjafirði um miðj- an sept. UMSE sigraði, en nokkur forföll voru í liði HSÞ. Þátttaka í frjálsiþróttamótum sambands- ins hefur verið meiri í sumar en undanfarin ár, sérstaklega var hin mikla þátttaka i bikarkeppni unglinga ánægjuleg. Knattspyrnumót sumarsins voru viða- meiri en nokkru sinni fyrr. í héraðsmóti var keppt í tveim aldursflokkum, 16 ára og eldri og 15 ára og yngri. í eldri flokki var leikin tvöföld umferð. Þar sigraði Völsungur, hlaut 16 stig. í næstu sætum voru Magni frá Grenivík með 12 stig og Efling með 8 stig. Keppt var um bikar, sem Kísiliðjan hf. gaf á síðasta ári, en þá vann Magni mótið. í yngri flokknum var leikin einföld umferð og sigraði Völsungur einng þar, hlaut 10 stig. í næstu sætum voru Efling með 8 stig og Magni og Eilífur með 6 stig hvort félag- Keppt var um styttu, er Kaupfélag Sval- barðseyrar gaf á síðasta ári, en þá sigraði Efling i þessum flokki. í bikarkeppni yngra flokks, sem var út- sláttarkeppni, vann Efling. Keppt var um styttu, sem Bílstjórafélag Suður-Þingeyjar- sýslu gaf. Þetta var í fyrsta sinn, sem þessi keppni fór fram og vann Efling hana eftir tvo úrslitaleiki við Eilíf. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.