Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 30
voru 19, kennari var Arnaldur Bjarnason. Á komandi vetri verður væntanlega lögð aukin áhersla á iðkun innanhússíþrótta. Enkum eru vonir bundnar við að auka megi þátttöku i blaki og badminton. Að- staða til iðkunar innanhússíþrótta er slæm i héraðinu, aðeins tvö íþróttahús, á Húsa- vík og Laugum, og fullnægir hvorugt kröf- um nútímans. Að Laugum er nýtt iþrótta- hús í smíðum, en langt í land að það verði tekið í notkun. Meðan slíkt ástand varir, er varla von til mjög aukinna umsvifa varð- andi innanhússíþróttir. Mikill áhugi virðist vera á byggingu félagsheimila i héraðinu, og eru þau þá ekki hönnuð sem íþrótta- mannvirki. Þykir forráðamönnum HSÞ það óviðunandi, að ekki skuli reynt að sameina þarfir íþróttastarfsemi og almenns félags- lífs í þessum dýru mannvirkjum. Fjárhagur HSÞ er erfiður, svo sem al- gengast er hjá aðilum ungmennafélags- og iþróttahreyfingarinnar. Þó hefur samband- ið notið stóraukins stuðnings frá sveitarfé- lögum á þessu ári. Einnig er HSÞ styrkt af sýslusjóði, svo og Kaupfélagi Þingeyinga, Kaupfélagi Eyfirðinga og Kaupfélagi Sval- barðseyrar. Er sambandinu mikil þökk að þessum stuðningi. Höfuðútgjaldaliður HSÞ er styrkur til aðildarfélaganna vegna kostn- aðar við íþróttaþjálfun, sem þau leggja í. Sambandið hefur haft það fyrir reglu að reyna að byggja félögin upp á þennan hátt. Á næsta ári verður HSÞ 60 ára. Mun þá verða gert átak til enn meiri og myndar- legri starfsemi i tilefni þessa merkisafmælis. Nú þegar er hafin fjáröflun í þessu skyni með happdrætti, sem dregið verður í 28. desember n.k. Sala miða er hafin, og er þess vænst að Þingeyingar, svo og aðrir vel- unnarar HSÞ, bregðist vel við og styrki sambandið með kaupum á happdrættis- miðum. Stjórn HSÞ skipa: Óskar Ágústsson, Laugum, formaður; Vilhjálmur Pálsson, Húsavik, varaformaður; Sigurður Jónsson, Skúli Þorsteinsson Richard Beck: Hlutverk kennarans Fagurt verk er að fræða, flytja æskunni sannleiksmál, göfgast þó er að glæða gróðurmáttinn í ungri sál. í júníbyrjun 1971 hélt Samband ís- lenskra barnakennara hátíðlegt 50 ára afmæli sitt í Reykjavík. í tilefni þess sendi höfundur ofanskráða ljóðakveðju til þáverandi formanns félagsins, S'kúla Þorsteinssonar námsstjóra. Minnugur þess, hve mikill og ágætur ungmennafé- lagi Skúli Þorsteinsson var, telur höfund- ur fara vel á því, að þessi kveðja til hans geymist í Skinfaxa. Skinfaxi þakkar dr. Richard Beck fyrir þessa góðu sendingu. Þess má geta að dr. Richard ætlar að heimsækja fóstur- jörðina í sumar og dvelja á þjóðhátíðinni. Hann og kona hans eru væntanleg til landsins snemma í júnímánuði. Yztafelli, ritari; Arngrímur Geirsson, Álfta- gerði, gjaldkeri og Indriði Ketilsson, Ytra- Fjalli, meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri er Arnaldur Bjarnason, Fosshóli. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.