Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 28
Starfsemi Völsungs var mikil á knatt- spyrnusviðinu. Má nefna að meistaraflokkur félagsins lék í 2. deild íslandsmótsins og tók þátt í Bikarkeppni KSÍ. Einnig keppti fé- lagið í íslandsmóti í þriðja, fjórða og fimmta flokki. Stóð sá síðastnefndi sig mjög vel og komst í úrslit. íf. Magni er einnig vel virkt félag á knattspyrnusviðinu og tók þátt í 3. deild fs- landsmótsins. Varð félagið í 2. sæti í E-riðli eftir tvísýna keppni. Aðstaða til þátttöku í utanhússíþróttum fer nú óðum batnandi í héraðinu. Á Húsa- vík er malarvöllur og í undirbúningi er gerð grasvallar ásamt hlaupabrautum. Að Álfta- gerði í Mývatnssveit er myndarlegur gras- völlur í eigu Umf. Mývetnings. Við Ljós- vetningabúð er grasvöllur í eigu Umf. Gam- an og alvara. Á Grenivík er grasvöllur í eigu íf. Magna. Við hina nýju Pnjóskárbrú er grasvöllur, nýlegur, í eigu Umf. Bjarma. Bráðlega mun rætast úr aðstöðu í Aðaldal og við Reykjahlíð, en þar eru ófrágengnir malarvellir. Við Stórutjarnaskóla í Ljósa- vatnsskarði verður væntanlega tilbúinn malarvöllur til notkunar fyrir nemendur skólans á þessu skólaári. Að lokum má nefna völl HSÞ að Laugum, sem er í röð bestu íþróttavalla landsins. Handknattleikur er eingöngu stundaður á Húsavík, en Völsungar hafa náð mjög at- hyglisverðum árangri í þessari íbróttagrein, svo sem kunnugt er. fslandsmót meistara- flokks kvenna í útihandknattleik 1973 fór fram á Húsavík og sá Völsungur um fram- kvæmd mótsins. Blak hefur lengi verið stundað í Lauga- skóla, en sl. vetur fór í fyrsta sinn fram héraðsmót í þessari íþrótt, og sigraði þar lið Magna. Badminton er mikið stundað á vegum Völsungs og hafa þeir háð bæjarkeppni við Siglfirðinga um nokkurt skeið. Badminton er einnig æft hjá Umf. Mývetningi og í Laugaskóla, en héraðsmót hefur enn ekki verið haldið í þessari grein. Glíma var æfð sl. vetur hjá Mývetningi og i Laugaskóla. Einnig kenndu glímukenn- arar á vegum sambandsins í nokkrum skól- um í héraðinu. HSÞ sá um Norðurlandsmót í glimu í apríl. Keppt var í tveimur flokk- um. Ingi Yngvason, Mývetningi, sigraði í flokki fullorðinna og Haukur Valtýsson, Bjarma, í drengjaflokki. HSÞ sendi kepp- endur til þátttöku í Íslandsglímunni og Flokkaglimunni, en þar sigraði Ingi í . þyngsta flokki og Haukur í drengjaflokki. Sundkeppni fór fram að venju 17. júní á Húsavík. Einnig sá HSÞ um framkvæmd unglingamestaramóts Norðurlands í sundi. Mótið fór fram á Húsavík og var fram- kvæmdin að mestu í höndum Völsungs. Sundaðstaða er fyrir hendi á fjórum stöðum i héraðinu, en á næstunni munu væntanlega bætast við fjórir nýir sundstaðir, og þá er von á meiri þátttöku í þessari íþrótt. Skíðaíþróttin er mikið stunduð á Húsavík og hefur skíðafólk Völsungs náð góðum ár- angri á landsmælikvarða. Skíði eru einnig stunduð i Mývatnssveit, en litið annars stað- ar í héraðinu. Áhugi er hjá forráðamönnum skóla á aukinni skíðakennslu, og er í ráði ; hjá HSÞ aö beita sér fyrir útvegun á skiða- kennurum á komandi vetri. Bridge hefur lengi verið iðkað af aðildar- félögum HSÞ. Héraðsmót var haldið sl. vet- ur með nýju sniði. Spilaðar voru þrjár um- ferðir og báru Völsungar sigur úr býtum, en Mývetningar urðu í 2. sæti. Árleg bridge- keppni við UMSE fór fram í Ljósvetninga- búð og vann HSÞ að þessu sinni. HSÞ hélt sumarbúðanámskeið á Laugum í júní, en það hefur verið fastur liður í starfseminni til margra ára. Námskeiðið stóð í tvær vikur og voru þátttakendur 36 á aldrinum 12 til 15 ára. Þá rak íf. Eilífur ungmennabúðir um 8 vikna skeið fyrir 5—11 ára börn og voru þátttakendur 33. Mikið var unnið að landgræðslu sl. sum- ar og munu öll sambandsfélögin hafa tekið þátt í því starfi. Félagsmálanámskeið vai' haldið hjá íf. Eilifi sl. vor. Þátttakendur 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.