Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 6
misjafn eftir mismunandi gerðum íþrótta- mannvirkja. Fram'kvæmdir við ný íþróttamannvirki má hefja þegar fé hefur verið til þeirra veitt í fjárlögum og fyrir liggur skriflegt samþykki íþróttanefndar ríkisins og menntamálaráðuneytis. Það er einnig stórfelld breyting til batnaðar að nú hef- ur verið tekið upp ákveðið skipulag um að íþróttasjóður greiði sinn liluta af kostnaðinum að fullu á fjórum árum, eins og áður segir. Allt að 50% styrkur Þá var gerð í maí 1972 breyting á reglugerð um hlutdeild ríkissjóðs í skóla- kostnaði (þ. e. breyting á 9. gr. reglu- gerðar nr. 159/1969). Samkvæmt reglu- gerðinni er ráðuneytinu nú heimilt að greiða 50% af normkostnaði viðbótar- rýmis, annars en áhorfendasvæðis, í íþróttamannvirkjum skóla, ef sveitarféliig óska eftir að byggja stærri íþróttahús eða sundlaugar en gert er ráð fyrir í reglurn um stofnkostnað skóla. Einnig er í reglugerðinni annað ákvæði sem héraðssamböndin ættu að hafa vel í huga, þar segir: „Þar sem að dómi ráðuneytisins telst rétt að hafa áhorf- endasvæði og sérstakt fylgirými vegna þess, er því einnig heimilt að greiða 50% af normkostnaði áhorfendasvæðis. Slík heimild skal þó að jafnaði aðeins notuð vegna eins íþróttahúss og einnar sund- laugar innan hvers eðlilegs samgöngu- svæðis fyrir íþróttakeppni“. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltn’n rík- isins sem manna mest hefur beitt sér fyrir þessum endurbótum, sagði í viðtali við Skinfaxa, að liann túlkaði þetta ákvæði svo að „eðlilegt samgöngusvæði“ væri ekki stærra en hvert íþróttahérað. Lág- mark væri að hafa eitt slíkt stórt íþrótta- liús með áhorfendasvæðum í hverju í- þróttahéraði. Þetta álit var einnig sam- þykkt í ályktunarformi á síðasta sam- bandsþingi Ungmennafélags íslands. Þess er að vænta að bæði sveitarstjóm- ir og forystumenn í íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingunni geri sér grein fyrir þessari ánægjulegu þróun í fjármál- um íþróttastarfsins sem orðið hefur á síðustu árum og geri sér far um að nýta hana sem best um allt land. Mörgum hefur fund- ist að bygging íþrótta- mannvirkja hafi gengið seint. Myndin er tekin af smíði Laugardalslaug- arinnar í Reykjavík. Nú er von til þess að íþróttamannvirki komist fyrr í notkun eftir stóreflingu íþróttasjóðs. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.