Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.1974, Blaðsíða 20
Bikarglíma Víkverja 1974 Tíunda Bikarglíma Vkverja — afmælis- mót — var háð i íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar sunnudaginn 27. janúar 1974. Mótið var sett af Kjartani Bergmann Guðjónssyni og var hann einnig glímu- stjóri. Á undan glímukeppninni fór fram bragðasýning og nokkrar sýningarglímur en auk þess sýndu 12 drengir glímu, en keppendur i Bikarglímunni voru 10, svo segja má, að þátttakendur í þessu af- mælismóti hafi verið 22. Margir eldri glímukappar voru við- staddir á þessu afmælisglímumóti, sem þótti takast ágætlega. Keppt var um bikar, sem Búnaðar- banki íslands hafði gefið í tilefni 10 ára afmælis félagsins. Verðaun afhenti Frið- jón Þórðarson, alþingismaður, sem er í bankaráði Búnaðarbankans. Að verð- launaafhendingu lokinni flutti Skúli Þor- leifsson, glímukappi, ávarp og árnaði glímumönnunum og íslensku glímunni heilla á komandi árum, en Guðmundur Guðmundsson, formaður Glímusambands íslands sleit mótinu. Dómnefnd skipuðu þessir: Yfirdómari Lárus Lárusson og meðdómendur Haf- steinn Þorvaldsson og Kristmundur Guð- mundsson. Glímuúrslit urðu þau, að Sigurður Jónsson varð bikarhafi. Næstur honum að vinningum varð Pétur Yngvason og þriðji Hjálmur Sigurðsson. Ungmennafélagið Víkverji gengst nú fyrir glímunámskeiði fyrir byrjendur 12 til 20 ára í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar, Lindargötu 7 —• minni salnum. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 7—8 síðd. Á glimuæfingum Víkverja er lögð á- hersla á alhliða líkamsþjálfun, fimi, mýkt og snarræði. Ungmennafélagar utan Reykjavíkur eru velkomnir á glímuæfingar félagsins. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.