Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1974, Side 29

Skinfaxi - 01.08.1974, Side 29
Ricky Bruck kvikmyndaleikari Kringlukastari í nýju hlutverki Sænski heimsmethafinn í kringlukasti Ricky Bruch hefur nú gerst kvikmynda- leikari en heldur áfram að æfa kringlu- kast af fullum krafti. Ricky leikur írskan klerk í ítalskri kvikmynd sem nefnist „Charleston“. Myndin á að gerast í ítalska borgarhluatnum á Manhattan í New York á þriðja áratugnum. Þá var áfengis- bann í Bandaríkjunum og gróðatímar fyrir heppna smyglara. Kvikmyndaklerk- urinn Bruch tekur þátt í brennivínssmygl- Ricky Bruch á Laugardalsvellin- um fyrir tveimur árum. Ricky á harðahlaupum í prcstgalla og hnefa- leikaskóm. í kvikmyndinni þarf hann að bregðast við hart til að lialda öllu í horfinu — smyglinu og prestþjónustunni. inu en notar ágóðann til kristilegra góð- verka. Smyglklerkar þurfa að vera snar- ir í snúningum og viðbragðsfljótir. Þess vegna er Bruch alltaf í hnefaleikaskóm í kvikmyndinni. Ricky Bruch er nú 27 ára gamall. Marg- ir íslendingar munu minnast hans síðan hann keppti hér á landi fyrir tveimur árum. Hann sagðist staðráðinn i að sigra á Evrópumeistaramótinu í frjálsum í- þróttum í Róm í september en varð að láta sér nægja þriðja sætið. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.