Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 18
^mmmimmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^, SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ ^MMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIMMMMIMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMI^ í lok þjóðhátíðarárs Margir horfðu með eftirvæntingu og stolti til ársins 1974 þegíir minnst skvldi 11 alda afmælis íslandsbyggðar og þrí- tugsafmælis lýðveldisins. Hátíðir voru haldnar í öllum landshlutum í sumar, og var þar flest með myndarbrag og mikið og virðingarvert starf af höndum leyst, ekki síst af ui'gmennafélögunum. Eftir að hafa hlýtt á dagskráratriði úr ýmscm héruðum í útvarpi og að ó- gleymdri Þingvallahátíðinni, fer samt ekki hjá því að einhæfni dagskráratrið- anna orki þreytandi á mann. Auðvitað Þingvallahátíð 1907. Hvítbláinn á lofti til að mótmæla erlendum yfirráðum. 18 leiðir þetta af tilefninu, en samt hefði maður getað búist við einhverju nýstár- legu atriði. Það hefði mátt koma án þess að fóma nokkrum erfðavenjum. Þegar maður hefur hlýtt á sama ræðuinntakið af öllum landshomum, aðeins í mismun- andi hástemmdu orðskrúði, þá fer tóma- hljóð að færast í hátíðleikann. Vegsömun landnemanna er orðin slík að maður fer að efast um að núkynslóðin geti verið komin af þessum stórhuga, frelsisunnandi göfugu hetjum sem flýðu skattheimtu Haralds lúfu fyrir 11 öldum. Getur það verið að hátíðarræðumennimir trúi því í raun og veru að það hafi verið valds- menn og höfðingjar sem fleyttu þjóðinni gegnum þessar 11 aldir. Getur það verið að engum ræðumanni hafi hugkvæmst að þjóðin hafi jrraukað í gegnum aldimar þrátt fyrir valdsmenn og höfðingja sem á öllum tímum voru nær undantekningar- laust reiðubúnir að ganga erinda erlends valds gegn hinum snauðu vinnustéttum þessa lands? Rætur samtakanna Lífsmagn ungmennafélaganna hefur alltaf verið fólgið í því að þau em alþýðu- hreyfing. í þeim skírðist ungt fólk félags- legri skírn á öndverðri öldinni og þetta SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.