Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 19

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 19
fæddi af sér nýjan samfélagslegan skilning æskufólks um allt land: mátt samtakanna þrátt fyrir efnalega fátækt og erlend yfír- ráð. Eitt meginverkefnið var að taka þátt í sjálfstæðisbaráttunni. Eg minni á orð nýlátins baráttumanns og ungmennafé- laga, Guðbrands Magnússonar: „Eg hef sagt frá þessu um fánamálið hér vegna þess, að þrátt fyrir ]>að, þótt ungmennafélögin tækju ekki þátt í á- greiningsmálum stjórnmálaflokka, þá voru þau frá upphafi virkur þáttur í frelsisbaráttu þjóðarinnar, en þó öllu fremur útrás á þeirri tilfinningu, sem okkur má aldrei gleymast, að meiri vandi sé að geyma frelsisins en afla þess.“ (Minningarrit UMFÍ, bls. 27). Undanhald samkvæmt áætlun Það er ekki ófyrirsynju að minnt er á þessi orð hér. Maður hefði mátt ætla að þjóðhátíðarárið hefði orðið til að efla þjóðlegan metnað, styrkja sjálfa þjóðar- vitundina. Ef allt væri með felldu hefði þróunin orðið í anda stefnuskrár ung- mennafélaganna: að efla sjálfstæði þjóð- arinnar og þjóðlega menningu og vemda móðurmálið. En einmitt á hátíðarárinu er hafin ein- stæð sókn gegn meimingarlegu sjálfstæði þjóðarinnar. Meðal íslendinga sjálfra rísa upp hópar sem hafa það að markmiði að kalla yfir þjóðina erlent hervald og að sníkja hroðann af skemmtanaviðurværi erlends hers. í beinu framhaldi af því er lagt til í stærsta dagblaði landsins að móðunnálið verði lagt niður og „svissað yfir á ensku“. í lok hins langþráða þjóð- hátíðarárs stöndum við svo frammi fvrir því að stjórnarherrarnir hafa samið um stórfelld ný umsvif erlends hers á íslandi og áframhaldandi hersetu. SKINFAXI Þingvallahatíð 1974. IVIinnst 11 alda byggðar á íslandi. (Ljósm. Signrjón Jóhannsson). Hver er okkar hlutur? Þeir sem í alvöru styðja stefnuskrá ungmennafélaganna eins og hún er mörkuð í lögum UMFÍ og vilja starfa samkvæmt henni, hafa enga ástæðu til að vera glaðir yfir þjóðlegri reisn í lok þessa hátíðarárs. Von Islands er sú æska sem tekur við af þeirri kynslóð sem í 30 ár hefur unnið að því með undirlægju- hætti og gróðavon að selja íslensk lands- réttindi og menningarhelgi undir erlent vald. Ég hef þá trú að næsta kynslóð hefji merki þjóðlegrar reisnar á ný, frjáls af auðhyggju og kaldastríðsótta núver- andi valdhafa. Það er orðið tímabært að ungmennafélögin horfist í augu við veruleika tímans og meti þjóðfélagslegt hlutverk sitt í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa á þjóðhátíðarárinu 1974. Gerviíþróttir íslensk íþrótta- og ungmennafélög hafa jafnan búið við þröngan fjárhag, og er það kunnara en frá þurfi að segja. Iþróttaæfíngar innan vébanda hinnar 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.