Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1974, Side 27

Skinfaxi - 01.12.1974, Side 27
ANNÁLL BRAUTRYÐJANDANS í minningu Guðbrands Magnússonar Guðbrandur Magnússon Þegar Guðbrandur Magnússon lést í sumar, hvarf af sjónarsviðinu einn ötul- asti brautryðjandi ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Guðbrandur lést í hárri elli, 87 ára gamall, en alla tíð var hann léttur á fæti og léttur í lund, hugmyndaríkur og starfsglaður hugsjónamaður. Störf Guðbrands fyrir ungmennafélög- in á öndverðri öldinni eru óvenjulega margþætt og merkileg. Þau vann hann fyrst og fremst á árunum 1905—1914. Það er líkast því að hann beri með sér kyndil bjartsýni og framkvæmdasemi, hvarvetna vekur hann upp áhuga, alls staðar er hann í fararbroddi og fær miklu til leiðar komið með eldmóði sínum og ósérplægni. Hann er einn af stofnendum Ung- mennafélags Akureyrar í ársbyrjun 1906 ásamt Jóliannesi Jósepssyni, Þórhalli Bjamasyni og fleiri brautryðjendum. Til Akureyrar kom hann 1905 frá Seyðisfirði þar sem hann hafði numið prentiðn. Síðar á árinu 1906 er Guðbrandur kominn til Reykjavíkur með þann fasta ásetning að stofna þar ungmennafé- SKINFAXI lag. Og hann stofnaði Ungmennafélag Reykjavíkur þegar um haustið þetta sama ár með áhugasömu ungu fólki í bænum. UMFR varð strax kraftmikið og lífvæn- legt félag. Ungmennafélagshreyfingin varð bar- baráttutæki þeirrar þjóðfélagslegu ólgu sem bjó með þjóðinni á þessum ámm. Hreyfingin reisti merki baráttunnar gegn erlendum yfirráðum og fyrir þjóðlegu sjálfstæði. Hún varð sameiningartákn unga íólksins í öllum landshlutum og fé- lagslegur vettvangur þess í gleði og al- vöru. Hinn skjóti framgangur hreyfing- arinnar er ekki síst að þakka mörgum hæfum og ódeigum forystumönnum. Einn þeirra var Guðbrandur Magnússon. Sumarið 1907 er hann staddur á Þing- völlum ásamt sjö öðrum forystumönnum ungmennafélaganna í ýmsum landshlut- um í því skyni að stofna landssamtök ungmennafélaganna. Það var hátíð á Þingvöllum í tilefni heimsóknar Friðriks 8. konungs Danmerkur og íslands. En fyrir ungmennafélögunum vakir meira en það eitt að treysta heildarskipulag sitt. 27

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.