Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1974, Blaðsíða 28
Uppreisnarfáninn er reistur. Ungmenna- félagarnir draga hvítbláinn að húni á hátíðinni til að leggja áherslu á baráttuna fyrir fullu sjálfstæði. Þetta var ögrun við konung og innlenda valdsmenn sem kröfðust þess að merkið yrði fellt. Ung- mennafélagarnir neituðu að fella fánann. Þeir hvikuðu ekki á kröfunni um ísland fyrir íslendinga. Árið 1908 hélt lítt þekktur ungmenna- félagi, Jóhannes Sveinsson, fyrstu mál- verkasýningu sína í Reykjavík, en blöð bæjarins sáu ekki ástæðu til að geta um hana. Þá var það að Guðbrandur Magn- ússon skrifaði í blaðið Austra fyrstu greinina um Jóhannes og list hans. Hann benti á ótvíræða hæfileika þessa unga listamanns, og tengdi starf hans kröf- unni um sjálfstæði til handa þjóðinni. Jó- hannes Sveinsson Kjarval var áhugasam- ur félagi í UMFR, og félagið studdi hann fyrstu skrefin. Það efndi til happdrættis til að styrkja hann til námsferðar til út- landa. Vinningar voru málverk eftir hinn unga listamann. Æ síðan voru þeir Guð- brandur og Kjarval miklir vinir. Árið 1909 hóf UMFÍ útgáfu málgagns síns, Skinfaxa. Guðbrandur var einn af af hvatamönnunum. 1911 var hann kos- inn í ritnefnd blaðsins, og það var hans verk að Jónas Jónsson frá Hriflu var ráð- inn ritstjóri það sama ár. Skrif Jónasar um þjóðfélagsmál í Skinfaxa vöktu mikla athygli. 1911 var Guðbrandur kosinn sam- bandsstjóri UMFÍ. Hann gegndi því starfi til 1914 er hann flutti frá Revkja- vík og gerðist bóndi í Holti undir Eyja- fjöllum. Hann var dugandi og vinsæll í starfi sambandsstjóra sem og öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Ungmennafélagshreyfingin stendur í 28 mikilli þakkarskuld við slíkan mann. Sjálfur tjáði hann hug sinn til hreyfing- arinnar á áttræðisafmæli sínu í viðtali við Skinfaxa með þessum orðum: „Ungmennafélagshreyfingin og stefnu- mál hennar urðu kjölfestan í lífi mínu. Þessi hugsjónaeldur líftryggði mann í æsku.“ LANDNÁMSHLAUP UMSS í SKAGAFIRÐI Ungmennasamb. Skagafjarðar minntist í sumar landnámsins m. a. með því að efna til mikils boðhlaups um aht héraðið. Hlaupið hófst við Ketilás í Fljótum og var hlaupið sem leið liggur um Skaga- fjörð austanverðan alla leið að brúnni yfir Héraðsvötn við Grundarstokk. Yfir hana var farið og þaðan hlaupið fram Hólminn á Vindheimamela og yfir Svartá á vaðinu við Saurbæ. Frá Saurbæ var haldið norður fjörðinn vestanverðan allt til Sauðárkróks og joaðan á Geitaberg í Hegranesi þar sem hlaupinu lauk. Vega- lengdin sem farin var er um 130 km., og tók um 12 klukkustundir að Ijúka því. 132 hlauparar, konur, karlar og böm, komu keflinu á áfangastað. Hlaupinu stjómaði form. UMSS, Stefán Pedersen. SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.