Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 29

Skinfaxi - 01.12.1974, Page 29
MEÐ VORBLÆNUM Bjarni V. Guðjónsson BJARNI VALTÝR GUÐJÖNSSON. VORBLÆNUM II, SAGA U.M.F. BJARNAR HÍTDÆLAKAPPA 1912 1972 Forsíöa hinnar nýju bókar. Með vorblænum er myndarlegt framlag til félagsmálasögu ungmennafclagshreyfingarinnar. Komin er lit bókin Með vorblænum, en það er saga Umf. Bjamar Hítdæla- kappa í Hraunhreppi á Mýmm 1912— 1972. Bókin er skrifuð og rituð í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Höfundur er Bjarni Valtýr Guðjónsson á Svarfhóli, en hann var formaður félagsins um nær tveggja áratuga skeið. Þetta er mikið rit og vandað. Þar er skilmerkilega rakin saga félagsins frá upphafi. Þetta er mikilsvert framlag til félagsmálasögu byggðarinnar og gefur glögga mynd af fjölþættu starfi ung- mennafélagsins í meðbyr og andbyr. Við lestur slíkrar bókar ætti mönnum að vera ljósara en áður hversu geysimikilvægt starf ungmennafélaganna hefur verið fyr- ir menningarlíf sveitanna á þessari öid. í bókinni eru einnig viðtöl við ýmsa af fyrstu forystumönnum félagsins og er góður ávinningur að þeim. M. a. er þar viðtal við fyrsta formann félagsins, Jó- hann Jónatansson frá Hjörsey sem nú er nýlátinn. Bókin er 311 blaðsíður, auk allmargra myndasíðna, prentuð í Prentsmiðju Akra- ness. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.