Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 13

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 13
Starfsíþróttir Á 15. landsmóti UMFÍ á Akranesi verður keppt í eftirfarandi 10 greinum starfsíþrótta: Lagt á borð - Pönnukökubakstur - Blómaskreyting - Vélsaumur - Hesta- dómar - Kúadómar - Dráttavélaakstur - Línubeiting - Jurtagreining (aldurstak- mark, f. 1955 og síðar) - Gróðursetning, (með bjúgskóflu). Keppni í starfsíþróttum fer fram laug- ardaginn 12. júlí og hefst hún kl. 9,00. Til athugunar varðandi einstakar keppnisgreinar, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Lagt á borð. Tilefnið er heimskón eftir leikhúsferð. Keppendur komi með matseðil, leggi sér til dúka, borðbúnað, servíettur og skrevtingu. Lögð verða til borð, ca. 70x110 cm. 2. Blómaskreyting. Landsmótsstjóm leggur til vasa, skálar, cassis og blóm. 3. Vélsaumur. Landsmótsnefnd legg- ur til saumavélar af gerðinni PFAFF og efni. Keppendur komi með nálar, títu- prjóna, skæri og fingurbjörg. 4. Dráttarvélaakstur. Notuð verður dráttarvél af gerðinni Massev Ferguson. 5. Jurtagreining. Keppni fer fram í einum aldursflokki, hámarksaldur er 20 ár. Keppni miðast við greiningn jurta úr 150 tegunda lista UMFÍ. (starfsíþrótt- ir 18). 6. Gróðursetning. Miðað verður við gróðursetningu trjáplatna með bjúg- skóflu. Að öðru leyti vísast til reglugerða UMFl um keppni í starfsíþróttum. Stjórnendur keppnisgreina í starfs- íþróttum eru Bjarni Guðmundsson og Steinunn Ingimundardóttir. Konum jafnt sem körlum er heimil þátttaka í öllum keppnisgreinum starfs- íþrótta. Takmörkun er á þáttöku í sum- um greinum vegna sérgreinamenntunar. Tímaskrá starfsíþróttakeppninnar Laugardagur 12. júlí. Kl. 9.00: Lagt á borð — 9.00: Dráttarvélarakstur, — þekkingarkönnun — 9.00: Línubeiting — 10.00: Nautgripadómar — 10.00: Gróðursetning trjáplantna — 10.30: Pönnukökubakstur — 14.00: Vélsaumur — 14.00: Jurtagreining — 14.00: Dráttarvélaakstur — 15.00: Hrossadómar — 15.30: Blómaskreytingar Keppni í eftirfarandi greinum greinum verður í Gagnfræðaskólanum: Lagt á borð, pönnukökubakstri, vélsaumi, jurta- greiningu, blómaskreytingu og þekking- arkönnun í dráttarvélaakstri. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.