Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 8

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 8
Aðbúnaður á landsmótinu Fjölþætt þjónusta fyrir alla Öll þjónusta fyrir keppendur og móts- gesti á landsmótinu verður skipulögð sem best má verða. Miklu varðar að þjónusta og fyrirgreiðsla verði í góðu lagi þar sem búist er við fjölmenni. Þjónustumiðstöð verður í Gagnfræða- skóla Akraness alla landsmótsdagana. Þar verða veittar almennar upplýsingar um alla þjónustu á mótinu. Mötuneyti Starfrækt verður matsala í Gagnfræða- skólanum á vegum landsmótsnefndar, og er hún öllum opin. Utbúnir eru sérstakir matarmiðar sem fólk getur keypt og framvísað í mtöuneytinu við hverja mál- tíð. Héraðssamböndin geta keypt heils dags fæði fyrir keppendur sína og starfs- lið. Margir söluskúrar verða víða á móts- svæðinu auk venjulegrar þjónustu í Akra- neskaupstað. Húsnæði Héraðssamböndum er gefinn kostur á svefnpokaiými í Barnaskóla Akraness. I hverja stofu komast um 20 manns. Líka er hægt að fá svefnpokarými í þremur félagsheimilum í grenndinni og skólastof- ur í Leirárskóla. Þar er einnig hægt að leigja herbergi með rúmstæðum og dýn- um. Tjaldstæði Tjaldstæði verða skipulögð af Skáta- félagi Akraness. Á þeim verður komið fyrir hreinlætisaðstöðu og rennandi vatni. Keppendatjaldbúðir verða skipulagðar sérstaklega að vanda þar sem héraðs- sambönd mynda hvert sitt tjaldbúða- þorp. Bílastæði Bílastæði hafa verið gerð við íþrótta- svæðið og tjaldbúðirnar. Ef þessi stæði nægja ekki, verður vísað á stæði inni í bænum. Lögð er áhersla á að fólk hreyfi bíla sína sem minnst eftir að komið er á mótsstað, enda eru fjarlægðir litlar og auðvelt að ganga milli staða. Fyrir ferðafólk Frekari fyrirgreiðsla fyrir ferðafólk og mótsgesti verður auglýst í leikskrá móts- ins, svo sem um bifreiðaþjónustu á Akra- nesi mótsdagana o. s. frv. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.