Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1975, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1975, Blaðsíða 24
Hér eru nokkrir þátt- takenda ásamt Heimi Steinssyni skólastjóra í Skálholti. fyrri námskeiðum vegna margra nýrra starfsmanna sem nú voru mættir í fyrsta sinn. Undir liðnum „Kynningarstarfsemi og fjölmiðlun“ flutti Jón Ásgeirsson frétta- maður erindi um efnið og spjallaði síð- an við þátttakendur og svaraði fyrir- spumum, en þær urðu all margar og spunnust af þeim fjörugar og fræðandi umræður. í umræðum um ,,Ungjnennabúðir“ upplýstist að þær verða nú fleiri en nokkru sinni fyrr eða átta talsins lijá eftir- töldum samböndum: UMSK — HSH — HVÍ — UMSS — UMSE — HSÞ — UÍA og HSK. Þessari þróun ber að fagna alveg sérstaklega, enda á þessi starfsemi miklum vinsældum að fagna í þeim héruðum sem hún er fyrir hendi. Undir þessum lið báru menn saman bækur sínar varðandi starfsmannahald, aðstöðu, dagskrá, verð o. fl. Fræddust þannig og fengu hugmyndir hver hjá öðrum. Þá urðu einnig miklar umræður um Félagsmálaskóla UMFÍ og námskeið þau sem haldin hafa verið á vegum hans, enda voru þarna samankomnir flestir af athafnasömustu kennurum skólans. 15. landsmótið var að sjálfsögðu á- hugamál allra sem þama voru mættir, og er greinilegt að sjaldan hefur verið vandað jafnmikið til undirbúnings hjá hinum ýmsu aðildarsamböndum og nú. Ingólfur Steindórsson frkvstj. landsmóts- nefndar var mættur á námskeiðinu og greindi hann frá ýmsum þáttum varð- andi undirbúning og dagskrá mótsins og þeirri aðstöðu sem þar verður fyrir hendi. Framkvæmdastjórarnir ræddu nokkuð um ferðalögin á mótið svo og uppihaldið fyrir sína menn mótsdagana. Allmargir höfðu í hyggju að hafa mötunevti á staðnum og var í sumum tilfellum slegið saman mötuneyti fyrir tvö héraðssam- bönd. Þetta er ánægjuleg þróun og sam- starf, enda skapar þetta meiri kynningu og samheldni í liðunum. Þá ráðgerðu menn að taka hljóðfæri með og stytta sér þannig stundir við leik og söng í matartjöldunum á kvöldin. Margt fleira mætti hér nefna af því 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.