Skinfaxi - 01.06.1975, Page 25
sem fram fór á námskeiðinu en hér verð-
ur þó látið staðar numið að sinni. Þess
skal þó getið að „Félag framkvæmda-
stjóra ungmennafélaganna, FFU“ sem
stóð að þessu námskeiði ásamt UMFÍ
ræddi nokkuð um sín sérmál og fram-
tíðarverkefni í lok námskeiðisins og kom
greinilega fram að menn töldu þann fél-
agsskap eiga miklu hlutverki að gegna
og líklegan til að verða hrevfingunni til
mikils gagns í framtíðinni.
Á námskeiðinu sóttu 9 nýir starfsmenn
um inngöngu í félagið. Formaður FFU
nú er Guðmundur Guðmundsson HSK.
1 heild var námskeiðið allvel heppnað,
menn hittust, kynntust og lærðu hver af
öðrum.
Þá viljum við einnig koma hér á fram-
færi þökkum til skólastjórans í Skálholti,
Heimis Steinssonar, fyrir góða fyrir-
greiðslu.
Hér fylgir listi yfir þátttakendur á
námskeiðinu:
1. Sólveig Sveina Sveinbjörnsd., UMSK
2. Ingimundur Ingimundarson, HSH
3. Hendrik Tausen, HVÍ
4. Pétur Pétursson, HSS
5. Pétur Eysteinsson, USAH
6. Karl Lúðvíksson, USAH
7. Kristján B. Snorrason, UMSS
8. Arnaldur Mar Bjarnason, HSÞ
9. Gunnar Ámason, UNÞ
10. Hermann Nielsson, UIA
11. Finnur Ingólfsson, USVS
12. Vigfús G. Helgason, USVS
13. Guðmundur Guðmundsson, HSK
14. Diðrik Haraldsson, HSK
15. Ingólfur Steindórsson, USK
16. Sigurveig Stefánsdóttir, UMFÍ
17. Sigurður Geirdal, UMFÍ
Norræn ungmennavika
Ungmennasamband Norðurlanda hef-
ur um nokkurt skeið gengist fyrir nor-
rænum ungmennabúðum, sem haldnar
hafa verið til skiptis hjá hinum ýmsu
aðildarsamböndum og hafa þær staðið
yfir í eina viku í senn. Upphaflega voru
þær starfræktar annað hvert ár. en sum-
arið 1974 þegar ungmennabúðimar vom
haldnar í Rauland í Norgei, þóttu þær
takast það vel að ástæða væri til að
hafa slíka starfsemi á hverju sumri og
verður því slík unmennavika aftur í sum-
ar dagana 19.—29. júlí í Haubro, Aars á
Jótlandi og síðan á íslandi 1976.
Áætlað er að í búðunum dvelji ’ m
100 ungmenni þ.e. 20 frá hverju landi og
er dagskrá jafnan fjölbreytt og skemmti-
leg, enda vom þátttakendur þeir frá
UMFÍ sem dvöldu í Rauland í fvrra
sumar ákaflega ánægðir með dvölina og
alla fyrirgreiðslu.
Meðal þess sem verður á dagskrá í
Haubro, Aars má nefna leiklist, þjóð-
dansa, tónlist og söng, íþróttir og leik-
fimi, náttúruskoðun o. fl. o. fl.
Kostnaður á hvem þátttakenda verð-
ur að þessu sinni fargjald kr. 15.000,00
og dvalardjald 450 kr. danskar.
Væntanlegir þátttakendur eru beðnir
að skrá sig sem fyrst hjá skrifstofu UMFÍ,
bæði vegna þess að reikna má með að
fleiri sæki um en komast.
Fyrirliði hópsins sem fór hina vel-
heppnuðu ferð til Rauland í Noregi í
fyrrasumar var Sveina Sveinbjömsdótt-
ir, og hefur hún einnig tekið að sér að
verða fararstjóri í þessari ferð.
Allar nánari upplýsingar verða veittar
á skrifstofu UMFÍ.
SKINFAXI
25