Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1975, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.06.1975, Blaðsíða 27
3. ágúst 1955 tókst Moens að bæta 16 ára gamalt heimsmet í 800 m. hlaupi um 9/10 sek. Myndin er tekin þegar Moens setur metið í harðri keppni við Norðmanninn Boysen. ur í sundinu. Hvergi er metaregnið þétt- ara en einmitt í sundinu. Hollenska sundkonan Villy den Ouden setti heimsmet í 100 m. skriðsundi í Am- sterdam árið 1936 þegar hún synti á 1.04,6 mín. Margar atlögur voru gerðar að þessu meti, en 20 ár liðu þar til það féll. Það var hin fræga ástralska sund- kona Dawn Fraser sem hnekkti þessu meti með því að synda á 1.04,5 mín. árið 1956. Núna er heimsmetið í 100 m. skrið- sundi kvenna 56,96 sek. Það er ljóst að nær engar horfur eru á því að slíkir „metúrsalemar“ verði lengur til. Hægt er að sanna ótvírætt með tölum þetta ótrúlegt afrek sem líklega yrði aldrei bætt. Það liðu líka 16 ár áður en það tókst. Það var Belgíumaðurinn Roger Moens sem bætti metið í Osló 1955 í hörkukeppni við Norðmanninn Audun Boysen. Þeir hlupu báðir undir meti Harbigs, Moens á 1.45,7 mín. og Boysen á 1.45,9. Moens segir sjálfur í blaðavið- tali um þennan atburð: Met Harbigs lét mig aldrei í friði. Ég barðist við það eins og óður maður á þessum árum. Það gerði mig ergilegan og vakti aðdáun mína í senn. Maður var haldinn alls konar ímyndunum, maður hélt stundum að maður væri eitthvað bilaður. Fyrir mörgum árum var annar maður fljótari en þú, ]dó að hann æfði við miklu verri skilyrði og íþróttin væri ekki nærri eins þróuð og hún er nú. Samt var hann betri. Og þannig hélt maður áfram að bölva sjálfum sér“, segir Moens. En hann gafst aldrei upp, og að lokum náði hann tak- markinu. í sundi urðu metin gjaman nokkuð gömul hér áður fyrr, en nú er öldin önn- í 30 ár stóðst heimsmetið í 100 m. skriðsundi kvenna allar ár- ásir. Dawn Fraser frá Ástralíu bætti met den Onden frá Hollandi um 1/10 sek. árið 1956 og synti á 1.04,5 mín. SKINFAXI 27 Á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.