Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 16

Skinfaxi - 01.06.1975, Page 16
Ný íþrótt á landsmóti JUDO Keppt verður í júdo í fyrsta sinn á landsmóti nú í sumar, en júdo er ein af þeim íþróttagreinum sem kynntar verða á mótinu. Einn af reyndustu júdomönnum lands- ins, Ossur Torfason 2. dan, hefur skipu- lagt og undirbúið júdokeppnina. Össur hefur verið júdoþjálfari í Gerplu, Kópa- vogi og hjá Umf. Keflavíkur s. 1. tvö ár. Við náðum tali af Össur og spurðum hann um tilhögun júdokeppninnar á landsmótinu. — Það verður keppt í tveimur aldurs- flokkum pilta. í öðrum hópnum verða unglingar á aldrinum 15—20 ára. Það eru örfá ár síðan ungmennafélögin tóku júdo á stefnuskrá sína og unglingarnir eru þar langfjölmennastir og tiltölulega fjölmennari en í Reykjavíkurfélögunum. Þessvegna er eðlilegt að bvrja með keppni í unglinga- og drengjaflokkum. — Hvernig verður þátttakan? — Um það get ég ekkert sagt ná- kvæmlega ennþá, en ég vona að hún verði góð. Raunar er engin ástæða að kvíða því að hún verði ekki nógu góð, þar sem áhugi á júdo fer sívaxandi. Það setur að vísu strik í reikninginn að hóp- ur ungra manna á þessum aldri verður í æfingarbúðum í Þýskalandi á vegum JSÍ þegar mótið fer fram, en það ætti að vera til nóg af góðum keppendum samt. — Hvaðan koma þessi keppendur? — Ur þremur félögum: Umf. Grinda- víkur, Gerplu í Kópavogi og úr Umf. Keflavíkur. Össur Torfason — Keppa engar stúlkur? — Nei því miður reyndist það ekki unnt í þetta sinn. Það var ætlunin af hafa líka keppni í kvennaflokki, en næg þátt- taka fékkst ekki. Stúlkurnar eru enn of smeykar við keppni. —— Hvernig líst þér á júdo sem lands- mótsgrein? — Ég álít það mjög heppilega og já- kvæða stefnu að keppa í júdó innan UMFÍ. Reykjavíkurfélögin hafa af eðli- legum ástæðum mikið forskot í íþrótt- inni, og ég held að keppni sem þessi hjálpi til að útbreiða íþróttina meðal félaganna úti um landið. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.