Skinfaxi - 01.06.1975, Síða 7
Ingólfur Steindórsson
(í miðju) ræðir við
iðnaðarmenn í nýja
iþróttahúsinu þar sem
unnið er dag og nótt
við bygginguna.
(Ljósm. S. Geirdal).
til vegna mótsins, hafa tekið okkar mála-
leitunum mjög vel. Bæði yfirvöld og
allir íbúar í héraðinu hafa sýnt áhuga á
þvi að búa þetta mót vel úr garði. Áhugi
heimamanna fyrir mótinu fer stöðugt
vaxandi.
— Hverjar verða helsu nýjungarnar á
þessu landsmóti?
— Iþróttasýningarnar verða f jölbreytt-
ari núna en nokkru sinni áður, og svo
má minnast á kynninguna á 5 nýjum
íþróttagreinum sem verða á dagskrá
þessa móts. Hér er um að ræða borð-
tennis, blak, júdó, lyftingar og siglingar.
Kynning þessara greina sýnir stóraukna
og fjölbreyttari íþróttastarfsemi ung-
mennafélaganna, en allar þessar greinar
hafa þau tekið á stefnuskrá sína á síðustu
árum.
— Að lokum samviskuspurning, —
hvernig kanntu við starfið?
— Mér þykir satt að segja gaman að
þessu. Álagið er auðvitað talsvert mikið,
en þetta er heldur ekki langur tími fram
að móti svo að maður ætti að þola það.
Ég vona bara að okkur takist að vinna
sem best að þessu móti og gera það eftir-
minnilegt og hreyfingunni til sóma eins
og hin fyrri landsmót.
45 konur og karlar frá Hróarskeldu sýna fixn-
leika og þjóðdansa á landsmótinu. Hér sjást
nokkrir úr karlaflokknum í handstöðu á kistu.
SKINFAXI
7