Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 5
Ný Húnavaka Húnavaka, 17. áragangur rits Ung- mennasambands A-Húnvetninga, kom út fyrr á þessu sumri. Ritið er með líku sniði og undanfarin ár og efnis- val fjölbreytt að vanda. M.a. eru í riti þessu greinar, fréttir, frásagnir og við- töl svo eitthvað sé nefnt. Allt starf við efnisöflun og undir- búning fyrir prentun er nú sem fyrr unnið í sjálfboðavinnu. í ritnefnd Húnavöku eru séra Pétur Þ. Ingjaldsson, Jóhann Guðmundsson, Unnar Agnarsson, Stefán Hafsteins- son og Jón Torfason. Ritstjóri er Stef- án Á. Jónsson Kagaðarhóli, en út- breiðslu annast Jóhann Guðmunds- son, Holti. Nánari skýring í síðasta hefti Skinfaxa, blaðsíðu 8, birtist tafla yfir greiðsluskil félaga. Komið hefur í Ijós að taflan orkar nokkuð tvímælis og þarfnast því frek- ari skýringa Þið skuluð taka ykkur 3. tbl. í hönd og fletta töflunni upp. í línunni þar sem stendur greitt 1976—1975 o.s.frv. þ.e. ef við tökum UMSK-línuna og byrjum á ártalinu 1971 þá greiða tveir þar í síðasta sinn fram á þennan dag, og skulda því árið ’72 og fram úr. Sama máli gegnir um þá 15 sem greiða síð- ast árið 1972, þeir skulda áskriftar- gjöld fyrir árið 1973 og eftirleiðis. Ég vona að þessi útskýring megi verða til þess að menn geti tileinkað sér það sem taflan hefur að segja og biðst ég velvirðingar á því að hún skuli ekki hafa veriö nægjanlega skýrt sett fram í upphafi. Ritstjóri. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.