Skinfaxi - 01.08.1977, Side 9
snætt hádegisverð, gengið yfir Rauða
torgið og litið við í gjaldeyrisverslun
er haldið rakleitt út á flugvöll því nú
skal haldið suður á bóginn, nánar til-
tekið til Georgíu sem er lýðveldi sunn-
an til í Kákasusfjöllum, en um það
lýðveldi erum við harla fáfróðir nema
hvað við höfum grun um að það sé
fæðingarland Stalíns. Til þess að fá
þennan grun staðfestan spyrjum við
samferðamann okkar frá Finnlands-
deildinni. Hann kveður það rétt vera
en við munum hins vegar dvelja i
Tbilísi höfuðborg lýðveldisins en Stal-
ín hefði fæðst í borg sem væri þar
skammt frá.
Það er orðið dimmt að kvöldi er við
lendum á flugvellinum skammt fyrir
utan Tbilísi. Þegar við stígum út úr
flugvélinni mætur okkur sterkur vind-
ur og okkur verður ósjálfrátt hugsað
heim, en munurinn er bara sá að þetta
er heitur vindur, hitastigið 28 gráður
á Celsíus. í flugstöðinni taka tveir
Horft yfir til
Lenin-leikvangsins
frá hótelinu.
menn á móti okkur, Vasja, formaður
Æskulýðssambands Georgíu en hinn
er ritari þess.
Vasja kom til íslands fyrir ári ásamt
túlkinum okkar í boði Æskulýðssam-
bands íslands, og í Moskvu hafði okk-
ur verið sagt að hann hefði orðið svo
hrifinn af móttökunum þar að hann
hefði endilega viljað taka á móti ís-
lenskri sendinefnd. Hann segir okkur
að þessi sterki vindur hafi verið sér-
staklega pantaður handa okkur svo
viðbrigðin yrðu ekki of mikil.
í HÖFUÐBORG GEORGIU
Tbilísi er um milljón manna borg,
reist í hæðum og dalverpi og líkt og
í Moskvu rennur fljót í gegnum hana.
Okkur þykir mikið til lj ósadýrðarinn-
ar koma er við stöndum í herbergjum
okkar og horfum á hvernig ljósin
flökta til og frá í vindinum.
Hótelið sem við búum á er nýtísku-
legt, mjög stórt ferðamannahótel upp
SKINFAXI
9