Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1977, Blaðsíða 17
HJÁ ÍSLENSKU SENDIHERRA- HJÓNUNUM Það léttir yfir hópnum þegar kem- ur aftur út í sólskinið, og þá er ekki til setunnar boðið því við erum boðnir í mat til íslenska sendiherrans í Moskvu. Þægilegt viðmót sendiherra- hjónanna og hlýlegar móttökur hafa þau áhrif að okkur finnst við raun- verulega vera komnir heim, og mikið er íslenski maturinn góður á þessari stund. Þeim tíma sem eftir er dagsins verj - um við til að afla okkur minjagripa um veru okkar og förum í því skyni í gjaldeyrisverslanir. Það líður að kvöldi og þessari síð- ustu kvöldstund eyðum við á hótelinu sem er nýtt og glæsilegt í eigu Sputn- iks, ferðaklúbbs ungs fólks í Rússlandi. Þangað er þegar farið að streyma ungt fólk frá hinum ýmsu heimsálf- um til að dvelja á barnahátiðinni sem hefst þann 19. júlí. Klukkan 9.30 að morgni fimmtu- dagsins 15. júlí kveðjum við túlkinn okkar og fylgdarmanninn Vladimír í flugstöðinni og göngum um borð í þotuna, þreyttir, en þó ánægðir yfir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast þessu umtalaða landi, íbúum þess og sögu. G. K. Fleiri Áskrifendur Leggfð hreyfingunni liS — Eflið málgagn hennar — Safnið áskrifendum — Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að Skinfaxa Nafn Heimili Sveitarfélag Sýsla Einnig er hægt að gerast áskrifandi í síma 1 25 46. SKlNFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.