Skinfaxi - 01.08.1977, Side 24
¥
Bikarkeppni FRI 2. deild
Markús Einarsson,
þjálfari UNÞ.
Helgina 20,—21. ágúst sl. fór Bikar-
keppni FRÍ í 2. deild fram á Selfossi.
Sex héraðssambönd kepptu þar um rétt-
inn til að flytjast upp í fyrstu deild. HSK
sigraði örugglega, UMSE varð í öðru sæti,
UNÞ í þriðja, UMSS varð í fjórða sæti,
HVÍ i fimmta en HSH varð í sjötta og féll
þar með niður í þriðju deild.
Keppnin um fimmta sætið var mjög
jöfn og réðst ekki fyrr en i síðustu keppn-
isgreinum mótsins hvort HVÍ eða HSH
myndi ná því sæti.
Ungur og efnilegur stangarstökkvari úr
HSK setti íslandsmet unglinga og
Örn Eiðsson, form. FRÍ, afhendir UNÞ-liðinu
verðlaun fyrir þriðja sætið.
Eggert Guðmundsson, hinn efnilegi stangar-
stökkvari hjá HSK.
drengja í stangarstökki er hann stökk
3,82 m., sem jafnframt er HSK-met. Jón
Oddsson HVÍ sigraði óvænt i hástökki,
stökk 1.90 m. Jón sigraði einnig iang-
stökkið, stökk 6,72 m. sem er mjög góður
24
SKINFAXI