Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1977, Page 25

Skinfaxi - 01.08.1977, Page 25
árangur. HVÍ-menn voru mjög sigursælir i spretthlaupunum og náðu þar ágætum tímum. Þórarinn Magnússon UMSS vakti athygli fyrir mikla keppnishörku en hann sigraði í 800 og 1500 m. hlaupum og varð annar í 400 m. í liði HSH var María Guðnadóttir atkvæðamest, hún sigraði í þremur greinum. í hástökki stökk hún 1,70 m., sem er HSH-met, kastaði spjóti 37,97 m. og sigraði einnig, nokkuð óvænt, í 100 m. grindahlaupi. Segja má að árangur UNÞ-manna hafi komið mest á óvart. Oddný Árnadóttir var sú þeirra sem mesta athygli vakti. Hún sigraði i 100 m. og 200 m. hlaupum og varð önnur í 100 m. grindahlaupi og Oddný Árnadóttir UNÞ býr sig undir aö stökkva í langstökkinu. 400 m. hlaupi. Hjá UMSE bar mest á þeim Aðalsteini Bernharðssyni og Hólmfríði Erlingsdóttur, en þau voru jafnan i ein- María Guðnadóttir HSH mundar spjótið. hverju af efstu sætunum i þeim greinum sem þau kepptu í. í heild var mótið í alla staði vel heppn- að og lagðist þar allt á eitt til þess að svo mætti verða, veður, mótsstjórn og keppendur. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.