Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 6
kollum, sala á farða, handritum og öðru því sem á þarf að halda við upp- færslu leikrita. Helga kvað bandalagið einnig veita slíka þjónustu til ann- arra en aðildarfélaga, en hún væri 20 prósent hærri til þeirra. Þá sér bandalagið um útvegun leikstjóra auk margs konar útréttinga og viðvika í þjónustu við aðildarfélögin. Helga er eini starfsmaður BÍL en hún upplýsti að senn bættist samtökunum viðbótar- starfskraftur. Auk þessarar beinu þjónustu beitir bandalagið sér fyrir námskeiðahaldi meðal aðildarfélag- anna m. a. í leikrænni tjáningu. Þá hafa verið haldin námskeið fyrir þá áhugaleikara sem áhuga hafa fyrir því að gerast leikstjórar. Á komandi sumri verður norrænt námskeið á Höfn í Hornafirði sem helgað verður barna- leikhúsi og leiksýningum fyrir börn. Einnig verður námskeið í raddbeitingu og hreyfingartækni fyrir áhugaleik- ara. Helga kvað góða samvinnu vera á milli BÍL og samsvarandi bandalaga á Norðurlöndum, en þau hefðu með sér samtök er heita Nordisk Amatör- teater Rád (NAR) og er Helga nú for- maður þess, en auk hennar situr fyrir íslands hönd í ráðinu Jónína Kristj- ánsdóttir, form. BÍL. NAR gengst m. a. fyrir námskeiðum og hefur milligöngu um styrkveitingar til gestaleikja. Hvert er skilyrði til inngöngu í BÍL? Öll félög áhugamanna sem hafa leiklist á stefnuskrá sinni geta gerst aðilar að bandalaginu. Félögin þurfa að greiða árgjöld til BÍL og er það nú 20.000 kr. Samkvæmt nýjum leiklistar- lögum eða frá 3. maí 1977 úthlutar Menntamálaráðuneytið styrk til leik- listarstarfs samkvæmt tillögum BÍL. Þessi styrkur er nú 140 þús. kr. fyrir uppfærslu á íslensku leikriti en 80 þús. fyrir erlent. Það er ljóst að styrkur þessi er engan veginn nægjanlegur til þess að standa straum af kostnaði við leikstjórn sem að sögn Helgu er nú um 400 þús. krónur fyrir hverja uppfærslu. Aðspurð um það hvort þrýstingur væri af hendi bandalagsins á leik- nefndir innan ungmennafélaga, að þær gerðust sjálfstæð leikfélög, kvað Helga svo ekki vera. Þeim félögum sem óskuðu inngöngu væri bent á skil- yrði bandalagsins um aðskilinn fjár- hag, þeirra væri síðan ákvörðunarrétt- urinn. Helga taldi það hins vegar eðli- legast fyrir þau ungmennafélög sem hefðu leiklist einungis sem einn þátt af öðru menningarstarfi að þau væru ekki að rjúka til þess að stofna sér- stakt leikfélag með eigin fjárhag til þess eins að koma til greina með styrk- veitingu. En bandalagið er fúst til þess að aðstoða þau ungmennafélög eftir megni, sem óska þess að leiklist- in verði áfram hluti af fjölbreyttu menningarstarfi þeirra sagði Helga að lokum. Skinfaxi þakkar Helgu fyrir spjallið, en í lokin má geta þess að skiptar skoð- anir eru á gildi nýrra leiklistarlaga og hvernig staðið verður að styrkveiting- um til leikstarfsemi áhugafólks sam- kvæmt þeim. Skinfaxi hvetur þá sem hugleiða þessi mál að láta til sín heyra. Að síðustu má geta þess að 14 leik- nefndir ungmennafélaga eru nú aðilar að BÍL. G. K. <5 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.