Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 16
Heilir og sælir Nesjaskóla 7.2. 1978 Hér hafið þið 24 nýja áskrifendur. Vona sannarlega að öðrum takist einnig vel í söfnun áskrifenda. Víst er það að bráðnauðsynlegt er að efla Skinfaxa til muna. Öflugt málgagn hreyfingarinnar er henni mikil lyfti- stöng, miðlar upplýsingum og alls konar fróðleik og fréttum, þannig að ungmennafélagar hvar á landinu sem er geta fylgst með gangi mála hverju sinni. Við í litlu félögunum finnum það vel hvað Skinfaxi er örvandi. Oft- lega sækjum við í blaðið ýmsar hug- myndir varðandi starfið. Einnig sjáum við að starfið hjá okkur er svipað og hjá öðrum og óneitanlega eykur það Herferð í söfnun áskrifenda Skinfaxa í upphafi þessa árs var formönnum allra ungmennafélaga og héraðssam- banda UMFÍ sent bréf frá höfuðstöðv- unum, ásamt áskrifendasöfnunarlista. í bréfi þessu voru þeir hvattir til dáða við söfnun nýrra áskrifenda svo og við að senda fréttir og annan fróðleik til blaðsins. Nokkrir formenn hafa þegar brugð- ið við og aðrir eru í óða önn við söfn- unina. Til fróðleiks birtist hér bréf frá einum þeirra, Ásmundi Gíslasyni formanni Umf. Mána í Austur-Skafta- fellssýslu. sjálfstraust okkar. Óskum við félagar i Mána blaðinu allra heilla á komandi árum. Aðalfundur Mána var haldinn 5. febrúar síðastliðinn. Ný lög félagsins voru samþykkt. Stjórnin var endur- kjörin en í henni eiga sæti: Ásmund- ur Gíslason, Nesjaskóla, formaður; Þrúðmar S. Þrúðmarsson, Miðfelli, ritari, Hákon Skírnisson, Borgum, gjaldkeri; varastjóm og tveir endur- skoðendur. Kosin var skemmtinefnd og fulltrúar á sambandsþing Úlfljóts valdir. Meginverkefni næsta starfsárs var ákveðið að skyldi vera endurreisn úti- svæðis, spildu, sem er í eigu félagsins, afmörkuð af hlöðnum veggjum og trjám. — Hreinsun á spýtnatrasli, dekkjum o. fl. hér í sveit er fram- kvæmd árlega, öllu hlaðið í köst og kveikt í um áramót. Spilavistir, bingó, íþróttaæfingar 2 kvöld í viku, félags- fundir af og til, flugeldasala, sala á póstkortum. Þetta og sitthvað fleira fer fram á vegum félagsins á hverju ári. Félagsmálanámskeið var reyndar haldið í félaginu síðast í nóvember. Uppfærsla á leikriti eftir Jökul Jak- obsson (hvern annan!) í bígerð, svo og gönguferðir og almenn hreinsun á drasli hér í sveit. Félagsmerki er í hönnun. Að lokum má geta þess að aðalfundur USÚ verður að Hofi i Ör- æfum 11. marz nk. Fleira hef ég ekki að segja í bili. Þið ráðið hvort þið viljið birta hluta úr þessu bréfi í Skinfaxa. Bréfið er ein- ungis sk.rifað til að svala forvitni ykk- ar um hagi okkar Mánafélaga. Nú, samskipti manna innan UMFl eru jú 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.