Skinfaxi - 01.02.1978, Page 11
Glímt eftir nýjum reglum
Sveitaglíma Glímusambands íslands
var háð í hinu nýja íþróttahúsi að
Varmá í Mosfellssveit 28. janúar sl.
í þetta sinn var keppt eftir nýjum
reglum sem gáfust mjög vel; mótið
gekk hratt og líflega fyrir sig og
keppnin mjög jöfn og spennandi.
Er þetta lofsverö tilraun stjórnar GLÍ
til þess að auka áhuga fyrir þessari
öldnu þjóðaríþrótt. Alls tóku fimm
sveitir þátt í sveitaglímunni en þær
voru frá Ármanni, HSÞ, UÍA og tvær
sveitir frá Víkverja. Þrír menn voru i
hverri sveit, og til að tryggja sem
jafnastar glímur var þeim raðað eftir
þyngd, þannig að þegar sveitirnar
kepptu innbyrðis voru það yfirleitt
menn svipaðir að þyngd sem glímdu
saman. Sveitirnar voru þannig skip-
aðar:
Ármann:
1. Guðmundur Ólafsson
2. Guðmundur Freyr Halldórsson
3. Sigurjón Leifsson
Kristján Ingvason
leggur einn andstæS-
inga sinna á snyrtiiegu
klofbrgði.
SKINFAXI
n