Skinfaxi - 01.02.1978, Blaðsíða 5
Leiklist —
r
Ahugamannastarf
Viðtal við Helgu Hjörvar
framkv.stj. BÍL
Leiklist hefur um langt skeið verið
snar þáttur áhugamannastarfs margra
ungmennafélaga i viðleitni þeirra til
að efia og tæta félags- og menningar-
líf til sjávar og sveita. Ungmennafélag
íslands hefur stutt þetta starf með
söfnun og útgáfu leikþátta og eru í
dag til 85 slikir þættir í tveimur
möppum. Hér er aðeins um að ræða
einþáttunga sem frekar eru ætlaðir
til uppfyllingar með öðru efni en að
um heilar kvöldsýningar sé að ræða.
Til að sinna þætti áhugamannaleik-
starfs er Bandalag íslenskra leikfélaga
til orðið. Skinfaxi fór á stúfana til að
forvitnast nánar um störf og mark-
mið bandalagsins.
Hjá Helgu Hjörvar frkvstj. BLÍ feng-
um við þær upplýsingar að BÍL væri
bandalag 70 leikfélaga sem dreifð
væru um allt land, að vísu nokkuð
misþétt en næðu þó um allt land. Starf
þessa félaga væri allmikið að vöxtum
og mætti í því sambandi geta þess að
hið íslenska áhugamannaleikhús væri
hið stærsta á Norðurlöndum, Evrópu
Helga Hjörvar, framkvæmdast j. BÍL
og jafnvel í heiminum, miðað við
fólksfjölda. Á síðasta ári voru sviðsett
og flutt 50 stykki sem teljast kvöld-
sýningar. Reikna mætti með því að
hvert þessara leikrita væri flutt að
meðaltali tíu sinnum og að fjöldi á-
horfenda á hverja sýningu væri að
meðaltali 100 þannig að reikna mætti
með þvi að á sl. ári hefðu 50 þúsund
manns sótt hið íslenska áhugamanna-
leikhús.
Hvert er aðalstarf BÍL?
Aðalstarf bandalagsins kvað Helga
vera hvers konar þjónustu við aðildar-
félögin, s.s. leiga á búningum og hár-
SKINFAXI
5