Skinfaxi - 01.02.1978, Page 25
sælust í skólanum i sumar. Skólinn
hefur þegar fengið eitt stórt trampó-
lín og á von á öðru með vorinu. Þá er
nóg til af mini-trampólín og dýnum,
sem skólinn hefur látið búa til eftir
danskri fyrirmynd. Dýnurnar eru
léttar, í tveimur litum, og festanlegar
saman.
Hinn frábæri íþróttakennari Svend
Hansen frá Haslev, sem var hér hjá
okkur sl. sumar, kemur nú aftur ásamt
3 af börnum sínum, sem öll eru snill-
ingar í trampólínstökkum. Verður það
nálægt mánaðamótunum júlí-ágúst,
sem námskeiðið verður haldið. Kennt
verður bæði á stórt og lítið trampólin.
Henti þessi tími ekki þá er rétt að
upplýsa að elsti sonur Svend mun að
líkindum verða hér við skólann í allt
sumar til að leiðbeina í trampólín-
stökkum.
Bæði stórt og lítið trampólín eru
tiltölulega ný tæki hér á landi og þvi
nauðsyn að við fáum góða kennslu
í undirstöðuatriðunum, þ.e. uppbygg-
ingu þjálfunar og æfinga í móttöku
og í því hvers þarf að gæta til þess
að varast óhöpp eins og í öðrum
íþróttum. Vegna töluverðra umræðna
hér á landi um slysahættu af þessum
tækjum, þá skrifaði ég starfsbróður
mínum í Danmörku, Paul Arne Niel-
sen og spurðist fyrir um álit og við-
horf Dana á tækjum þessum og þá
sérstaklega um notkun þeirra í skól-
um. Paul Arne svaraði eftirfarandi:
Ég veit að komið hafa fyrir nokk-
ur alvarleg slys í Svíþjóð í sambandi
við notkun á stóru trampólíni, m.a.
tvö dauðsföll. í báðum tilfellum var
um allt of langan æfingatíma að
ræða. Annar hafði hoppað í ca 2 klst.
Ég hef trú á því að stórt trampólín eigi
mikla framtíð fyrir sér í skólunum,
SKINFAXI
25